Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Page 30

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Page 30
72 TlMARIT VPl 1971 3.2 Hólkvörpun. Yfirborði jarðar er varpað á hólk, sem snertir jörðina í stórhring. Hólkurinn er síðan skorinn upp og flattur út. Sé hólkurinn látinn snerta hnöttinn um miðbaug mynda lengd- ar- og breiddarbaugar jarðar beinar línur í vörpunarplaninu, og eru þær hornréttar hverjar á aðra (sjá mynd). Hér varpast miðbaugur í réttri lengd í hlutfalli við mælikvarða kortsins. Þau skilyrði, sem vörpun- arlíkingarnar eru látnar uppfylla, fara eftir tilgangi kortsins. Dæmi um hornsanna hólkvörpun er svokölluð Mercatorvörpun. Þessi vörpun er mjög mikið notuð fyrir siglingakort. Mercator, eða öðru nafni Gerhard Krámer (1512-1594), fann upp þessa vörpun fyrstur manna. Aðalkostur hennar er, að ferill, sem sker lengd- arbaugana ávallt undir sama homi, varpast sem bein lína (loxodroma), þar eð lengdarbaugarnir koma fram sem samsíða línur í vörpunarplaninu. Ókostir þessarar vörpunar koma fram í mikilli flataraflögun eftir því sem lengra dregur frá miðbaug. Þannig varpast t.d. Grænland miklu stærra en Suður-Amerika, enda þótt Grænland sé að stæro aðeins % hluti hennar. Þessi vörpun hefur lítið gildi nema þá fyrir landsvæði umhverfis miðbaug. Þó má geta þess að á Súmötru hefur þessi vörpun verið lögð til grundvallar kortakerfi lands- ins. Þverstæð, hornsönn hólkvörpun er sú hólkvörpun, sem náð hefur mestri útbreiðslu í landmælingum. Hún er kennd við C. P. Gauss og L. Kriiger og nefnd á þýzku Gauss-Kriiger-vörp- un, en á ensku „universal transversal Mercator”-vörpun, skammstafað UTM. Hér er hólkurinn látinn snerta hnöttinn eftir þeim lengdarbaug, sem liggur nálægt miðju þess svæðis, sem kortleggja skal. Hnitkerfi þess- arar vörpunar er þannig fyrir komið, að upphafspunktur þess er venjuleg- ast valinn í skurðpunkti miðbaugs- plansins og viðkomandi snertibaugs og að x-ásinn falli saman við vörpun hans í planinu. Lóðhnitalínur eru síðan sporöskju- lagaðar lóðlínur á snertibauginn. Til þess að vörpunin skili hornum í upp- runalegri stærð, þ.e. að hún sé horn- sönn verður hvert lóðhnit að fá vissa lengdarviðbót, sem er gefin af lík- ingunni. y fý-dy _ y* J 2r"- _ 6rJ o þar sem r er krapparadíus sporvöl- unnar. Kostir þessarar vörpunar eru eink- um fólguir í því hve heppileg hún er fyrir landsvæði, sem einkum liggja í suður-norðurátt, þar sem snerti- baugurinn og næsta nágrenni hans varpast í réttum lengdarhlutföllum. Óliostirnir eru aftur á móti þeir, að eftir því sem lengra dregur frá snerti- baugnum aukast vörpunarskekkj- urnar. Til þess að halda þessum skekkj- um innan vissra marka hafa ým- is lönd, sem leggja þessa vörpun til grundvallar mæli- og kortakerfum sínum, horfið að því ráði að tak- marka hana í austur og vestur, en tekið upp fleiri belti, sem hvert hefur sinn eigin snertibaug. Þannig mynd- ast belti, sem hvert um sig hefur sitt eigið hnitkerfi og öll eru eins upp- byggð (kongruent). Þessi belti eru látin skara hvert yfir annað þannig, að punktar á jöðrunum hafi hnit í báðum kerfum, sem gerir um- reikninga milli einstakra kerfa mögulega. 1 Þýzkalandi, þar sem þessi vörp- un er notuð, eru belti látin snerta á þriðja hverjum lengdarbaug, þ.e. sjötta-, níunda-, tólfta o.s.frv. Spann- ar hvert þeirra tvær lengdargráður, ca. 130 km i austur og vestur út frá snertibaugnum og skarar því hvert belti 1° af hvoru aðliggjandi belti. Ýmsar þjóðir hafa tekið upp eftir Þjóðverjum þessa vörpun, þar á með- al Rússar og Bandaríkjamenn. Rúss- ar eru með tvennskonar kerfi. Ann-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.