Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Síða 49

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Síða 49
TlMAHIT VFl 1971 91 5. Prófmælingar á nákvæmni verk- framkvæmdarinnar. 6. Lokauppgjör. lítreikningur magn- talna til lökagreiðslu verður hér gerður á grundvelli mælinganna (4), en rafreiknir mun annast sjálfa útreikningana. 7. Mælingar til endanlegrar úttekt- ar á fullunnu verki. V. Byggingatækni. (Húsbyggingar, brúarbyggingar). Byggingatækni nútímans fjarlæg- ist stöðugt meir þær aðferðir, að flestir byggingarhlutirnir séu mótað- ir á byggingarstaðnum, hver á fætur öðrum, og gengið frá þeim jafnóðum í byggingunni. 1 stað þessarar aðferðar ryður sér æ meir til rúms að byggja úr forgerð- um einingum. Öll framkvæmdin fær- ist því nær færibandaiðnaðinum, þar sem byggingastaðurinn verður í rauninni samsetningarstaður fyrir einingar, sem framleiddar hafa ver- ið hver í sinni verksmiðju. Þessi þróun hefur þegar hafið innreið sína hér á landi. Nefna mætti sem dæmi: Verksmiðjubyggingar úr forspennt- um steypueiningum. Brýr úr forspenntum steypueining- um. Stálgrindabyggingar i Straumsvík og á vegum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli og víðar um landið. Enginn efi er á því, að þessar byggingaaðferðir gera mun meiri kröfur til mælinganákvæmni í út- setningu og byggingu en eldri að- ferðir. Þó hefur víða, t.d. í Þýzka- landi, orðið vart við tilhneigingu í verklýsingum til þess að setja fram of háar kröfur til útsetninga, ef mið- að er við skekkjumörk og vinnslu- möguleika efnanna og byggingahlut- anna. Mælingastaðlar í slíkri mannvirkja- gerð eru óvíða til, jafnvel ekki í Þýzkalandi, sem þó stendur í fremstu röð I útgáfu mælinganorma. Nefnd mælingaverkfræðinga og byggingarverkfræðinga, sem útbúa átti mælinganormur fyrir byggingar- iðnaðinn, hafði ekki lokið störfum siðast þegar ég vissi til (1970). Verkefni nefndarinnar var: 1. Að safna saman reynslu um mæl- ingaaðferðir í byggingariðnaðin- um. 2. Setja fram leiðbeiningar um hag- kvæm vinnubrögð I þessum mæl- ingum. 3. Taka saman skekkjumörk í bygg- ingariðnaðinum og leiða útfrá þeim nákvæmniskröfur við bygg- ingamælingar. Mælingaaðferðirnar eru háðar: a) Tegund mannvirkisins b) Stærð mannvirkisins c) Byggingaraðferðum d) Byggingarefnum e) Kröfum í endanlegri nákvæmni mannvirkisins f) Öryggiskröfum. 1 stað nákvæmari reglna er oft notuð sú almenna regla að mæl- inga-/bygginganákvæmni sé 1:5-1:3 eða að nákvæmni útsetningamælinga sé gefin sem 20-30% af kröfum um byggingarnák væmni. 1 mælingum er miðað við meðal- skekkju m og stærstu leyfilega skekkju mmax = 3 X mm, en í bygg- ingariðnaðinum eru gefin skekkju- mörk S sem mesta leyfilega frávik milli raunverulegs máls og máls skv. teikningu. Ef mnmx = 25% X S = v* S = 3 X m|n fæst mln = V,2 S. Ef bygg- inganákvæmni skal vera 1—3 cm, skal meðalskekkja mælingapunkta vera 1-3 mm, eða gildi sem eru strangari en öll venjuleg mæl- inganákvæmni útsetningarpunkta. Hér er því ekki mögulegt að leggja til grundvallar geodetiska skekkju- reikninga, heldur veröur að ganga út frá leyfilegum skekkjumörkum bygg- ingaeininganna og út frá þcirri ná- kvæmni, sem ná má í framkvæmd- um, metið út frá reynslu við hlið- stæðar framkvæmdir. VI. Færslumælingar Mælingar á innri og ytri hreyfing- um mannvirkja, sveigjum og hniki, (deformation og deplacation). Það er kunnugt, að víða er jarðar- yfirborð á hreyfingu. Ástæður fyrir þessum hreyfingum geta verið marg- víslegar, t.d.: 1) Tektoniskar jarðskorpuhreyfing- ar. 2) Hreyfing jarðvegs ofan á föst- um berggrunni vegna þyngdar- afls jarðar. 3) Breytingar á grunnvatnsstöðu sem valda jarðskriði. 4) Stór mannvirki, t.d. stíflur, sem geta komið af stað hreyfingum á jarðvegi. Þessar hreyfingar geta haft mikll áhrif á öryggi mannvirkisins. Mann- virki, sem byggt er á ójöfnum jarð- grunni, getur einnig verið í hættu vegna missigs. Mælingar á hreyfingum mann- virkjanna hafa tvennskonar mark- mið. 1) Þær gefa vísbendingu um öryggi þess. 2) Þær þjóna vísindalegum tilgangi í grunnburðarfræðum. Með tilkomu stöðugt nýrri hönnun- ar- og byggingaaðferða vex samtlm- is áhugi á rannsóknum á hreyfing- um mannvirkjanna strax í byggingu og eins að byggingu lokinni. Við hreyfingamælingar eru notað- ar bæði eðlisfræðilegar (fysiskar) og geodetiskar mælingaaðferðir. Helztu geodetisku mælingaaðferð- irnar eru: 1) Línuprófun 2) Trígonometrisk lóðun (Align- ment) 3) Mjög nákvæmar þríhyrninga- og þríhliðamælingar Prázisions triangulation Prázisions trilateration 4) Mjög nákvæmar innstæðar fall- mælingar, þ.e. mæling innbyrðis lóðréttra hreyfinga í mannvirk- inu (Relativ nivellement). 5) Mjög nákvæmar útstæðar fall- mælingar, þ.e. mæling allra lóð- réttra hreyfinga í mannvirkinu miðað við fastakerfi utan hreyf- ingarsvæðisins (Absolut nivelle- ment). 6) Beinar lengdarmælingar milli fastamerkja I mannvirkinu (Di- lation). 7) Mælingar af jarðmyndum. (Terrestrisk photogrammetrie). Mannvirki, sem nefna mætti, þar sem ástæða er til að fylgjast með breytingum, eru: 1) Stíflur uppistöðulóna 2) Brýr 3) Silo 4) Háhýsi 5) Vegir 6) Hafnarmannvirki. Mest hefur athyglin beinzt að mælingum á hreyfingum stíflumann- virkja, en eins og þær eru fram- kvæmdar í dag í heiminum, krefjast þær mikillar vinnu bæði við sjálfar mælingarnar og eins við útreikninga og eru því yfirleitt aðeins gerðar nokkrum sinnum á ári. Niðurstöður mælinganna sýna að- eins ástandið eins og það var meðan mælingin fór fram. Við mat á niður-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.