Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 62
«r Almanaki þjóSvinafjelagsins 1878 (51. bls.), og hef jeg ekki miklu við það að bæta. í fornöld, meðan heiðni stóð hjer á Norður- löndum, var miðsvetrarblót haldið á jólum, sem þá var og mesta hátíð. þorrablót er og opt nefnt í sögum, og ætla sumir, að það sje allt sama og miðsvetrarblót eða jólaveizla, en það er þó ekki fyllilega sannað enn, þó líkindi sjeu mikil til þess, því að víst þykir það, að jól hafa í heiðni verið haldin nokkrum mun seinna en nú er gert. Snorri Sturluson segir i Hákonar sögu góða (15. kap.) að Hákon, sem var kristinn, hafi fyrstur sett það í lög »at hefja jólahald þann tíma, sem kristnir menn, ok skyldi þá hverr M maðr eiga mælis öl, en gjalda fé ella, en halda heilagt meðan jólin ynnist. En áðr var jólahald hafit hökunótt, þat var miðs- vetrar nótt, og haldin þriggja nátta jól«. Hökunótt samsvarar þá jólanóttinni núna eða nóttinni helgu, sem svo var kölluð, á kaþólsu tímonum. — í fornöld tíðkuðust mjög jólaboð og jóla- drykkjur bæði á íslandi og annars staðar, eins og víða má sjá af sögum, og hefur sá siður að nokkra leyti haldizt hjá okkur enn. 26. er helgaður Stepháni frumvutt, sem grýttur var til dauða af Gyðingum árið 36 e. kr. og fyrstur allra leið píslarvættisdauða. Kaþólskir klerkar byrjuðu vanalega fyrrum messuna annan í jólum þannig: »í gær fæddist Kristur á jörðu, til þess að Stephán gæti fæðzt á himnum 1 dag«. — Um Stephán er til sögukorn á ís- lenzku í Heilagra manna sögum og um 4 kirkjur vóru helgaðar honum, þar á meðal Reynistaðar kirkja. 27. er helgaður Joni (Johannesi) Guðspiallamanni og postula. Hann andaðist í Efesos, eitthvað tíræður að aldri, og var sá eini 1 postulanna, sem ellidauður varð. Af honum eru til fjórar sögur á íslenzku, sem prentaðar eru i Heilagra manna sögum. Af einni þeirra, sem kölluð er Jóns saga litla, má sjá, að þrír menn hafa ort kvæði um Jón postula, og eru þar tilfærð nokkur erindi úr hverju kvæði. Fyrst er nefnd Jónsdrápa eptir Nikulás ábóta á Munkaþverá, sem andaðist um 1160, þá önnur Jónsdrápa eptir f Gamla kanúka í þykkvabæ, sem uppi hefur verið seint á 12. öld og kveðið hefur Harmsól, þá Jónsvísur eptir Kolbein Tumason, höfðingja Skagfirðinga, sem íjeU í Víðinesbardaga 1208. þær vísur er sagt að hafi verið 47 upphaflega, en steflausar; einungis 5 af þeim standa í sögunni. — Um 19 Kirkjur á Islandi vóru helgaðar Jóni postula. 28. er nefndur limnadagur eptir börnonum í Bethlehem, sem Heródes ljet drepa. þau kölluðu kaþólskir menn »blóm allra píslarvotta«. Seinna varð dagur þessi að nokkurs konar ærslahátíð ungra manna, sem fóru í prestabúning og Ijetu allskonar skrípa- y» látum bæði í kirkjum og annars staðar þennan dag; þó var þetta nánast skoöað sem barna leikur, og dagurinn því kallaður manna á meðal »fíflahátíð«. 31. er helgaður Sylvester páva. Hann skírði Konstantín mikla, sem fyrstur varð kristinn allra keisara, og andaðist á pávastóli 334 eða 335. (58) J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.