Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Side 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Side 23
Mnrs er í upphafi árs mjög lágr á lopti, cn má þó sjá hann um tvær stundir eptir sólarlag. En eptir scm hann æ nálgast sól, hverfr hann smátt og smátt í geislum hennar og verðr ósýnilegr seinast í Apríl. Svo helzt við fram til byrjunar Júlímánaðar, er hann aptr fer að sjást um morgna fyrir sólarupplcomu, í byrjun að visu aðeins um skamma stund, en siðar um nokkrar stundir, eptir því sem uppkoma hans verðr æ fyrr og fyrr, svo að hún síðustu mánuði ársins verðr nær því tveim stundnm eptir miðnætti. þegar hann í Júlí fer að koma í ljós um morgna, er hann á austrleið í Tvíburum, gengr í jniðjum Augúst inn í Krabba og í miðjum September í Ljón. Nóttina milli 10. og 11. Octobers gengr hann fyrir norðan Eegúlus, seinast í Nóvember inn í Meyjarmerki og heldr þar svo á fram, að hann í árslok er staddr fyrir norðvestan og í nánd við Spíka. Júpiter er í upphafi árs synilegr um morgna fyrir sólarupp- komu. þá er hann á austrleið í Meyjarmerki, þar sem hann nemr staðar í miðjum Eebrúar. Eer hann þá að færast vestr á bóginn og kemr þaðan af æ fyrr og fyrr upp á kvöldum. Hann er gagnvart sól 21. Apríl, svo ljómi hans er þá og mestr og má sjá hann alla nóttina. Ýestrferð hans helzt við í Meyjarmerki til Júníloka, en þá fer hann aptr að færast austr eptir. Má þá enn sjá hann tveim stundnm eplir sólarlag, þvi þá gengr hann undir herumbil kl. 1 um nóttina. En munurinn á undirgangi hans og sóiar verðr þá æ minni og minni svo hann hverfr alveg sjónum í Októbet og Nóvember. En í December shst hann aptr um tvær stundir fyrir sólaruppkomu og er þá á austrferð í Metaskálum. Satúrnus er í upphafi árs að sjá alla nóttina á vestrleið í Tvíburum, uns hann í miðjum Marts nemr þar staðar. þá snýr hann vestr ávið og gengr æ fyrr og fyrr undir um nóttina, seinast í Apríl kl. 3, og í miðjum Júní um miðnætti. Síðan hverfr hann í sólargeislonum, unz hann aptr fyrst í Augúst fer að koma fram um morgna og verðr þá enn að sjá það, sem eptir er árs mest of nóttinni. Hann verðr staðnæmr í Nóvemberlok og snýst þá ferð hans í vestr átt í Krabba.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.