Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 58

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 58
UM HRAÐA. J>ar sem um hreifingarhraða er að ræða, er einn liraði jafnan miðaður við annan að því leyti sem einn maður fer á einum klukkutíma að eins helming vegar við það, sem annar getur farið. Seinlætismaðurinn gjörir sjer allt aðrar ímyndanir um hraða en viljamaðurinn. þessvegna er hjer ekki áttviðhraða hvers einstaks rnanns, heldurpað, sem kalla mætti meðalhraða. Jafnvel þótt maðurinn með tilliti til hraða sje hvorki framar- lega nje aptarlega í flokki’, þegar miðað er við þann flýti, sem verður fyrir sjónum vorum á jörðunni, í sjónum eða utanjarðar, þá höfum vjer þó, er vjer lítum á vora eigin krapta, góðanmæli- kvarða fyrir því, hvað hraði hjá öðrum verum og efnum í náttúr- unni hefur að þýða. Hvað manninn snertir má gjöra ráð fyrir því, að meðallagi góður göngumaður gangi. 125 skref á mínútu, og sje hvert skref talið 28 þumlungar, gengur hann þannig 9000 álnir eða 3/r mílu á klukkutíma; en án þess að misbjóða heilsu sinni getur göngumaður gengið 8*/s klukkutíma á dag, og getur þannig gengið yfir 6 mílur daglega. Eins og auðvitað er eru ekki allir jafngóðir göngumenn. Eins og sveitamenn og bæjarbúar í stórum bæjum eru beztir göngumenn, af því að þeir eru neyddir til þess að ganga langa vegu, þannig getur, eins og eðlilegt er, uppeldi og vani mjög hjálpað til þess að gjöra menn að göngu- mönnum, eins og t. a.m. rómverska hermenn í fornöld. þeir gátu gengið 108,000 fet á 5 klukkutímum, og voru það ekki að eins einstakir menn, lieldur lieilir liðsflokkar. Hersveitirnar í Napo- leons-stríðunum eru orðlagðar fyrir flýti sinn, en sökum þess, að hvorki var annazt nægilega um fæði þeirra nje dvöl, Ijetu margir menn lífið; kostaði þannig einn sigur Frakka fleiri menn, en einn ósignr kostaði óvinina. Meðal dýranna er seinlæti snígilsins orðið að orðtæki; hann fer heldur ekki lengra en 5 fet á klukkutíma. í samanburði við hann fer maurinn eins og elding, því þótt hann leggi ekkí mikið undir sig, kemst hann þó 230 fet á klukkutíma. Mjóhundurinn getur hlaupið 79 fet á sekúndu, og eptir því 12 mílur á klukku- tíma, ef hann entist til, og mundi hann þannig verða á undan hverri járnbrautarlest á meginlandi Norðurálfu. Að undanteknum honum eru lopt- og lagardýr fijótust í ferðum. Krákan flýgur þannig 25—36 fet á sekúndu og brjefdúfan jafnvel 48—65 fet; það eru, meir áð segja, dæmi til þess, að bijefdúfa hefur flogið 474 kilometer*) á 5 klukkutímum 39 mín- útum, og er það sama sem 79 fet á sekúndu. pó er kondórinn enn einkennilegri; hann steypir sjer stundum með afarflýti 20,000 fet úr háa lopti til þess að taka bráð sína á ströndinni. Fugl þessi cr sem risi meðal gamanna; vængjaþan hans er 14 fet, og hefst hann optast við 10—15,000 fet yfir sjávarmál; þó hefur Alexander v. Humboldt fundið efsta verustað hans 21,834 fet; er það svo hátt, að kvikasilfursúlan í loptþyngdarmælinnm er þar *) Kilometer er 3,100 fet.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.