Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 60

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 60
eransar«. Hinn enslá stjörnufræðingur Lockyer og fleiri hafa mælt hraða þessa glóanda vatnsefnis, og komizt að þeirri niður- stöðu, að hann sje 10 mílur á sekúndu; einu sinni, 14. dagmarz- mánaðar 1869, varð hann jafnvel 26 mílur á sekúndu. Slíkan hraða þekkjum vjer, sem sagt, ekki í gufuhvolfi voru. þ>að má öllu fremur komast svo að orði, að hreifingin þar sje hæg og bundin vissum lögum. petta má, ef til vill, ljósast sjá á vatninu; það heldur aldrei kyrru fyrir, en byggir sí og æ upp, rífur niður, og safnar aptur; það starfar sí og æ að því, að taka allar misjöfnur af jarðaryflrborðinu, jeta þær í sundur, bera þær þannig til sjávar og leggja grundvöll til hýrra fjalla. þó að árnar falli óaflátanlega til sjávar, tæmist þó ekki farvegur peirra fyrir það, og ekki hækkar heldur á sjónum vegna þess, að vatnið gufar upp við hvert hitastig, og rýkur upp í loptið; gufan þjettist og verður að skýjum, og fellur síðan sem regn eða hagl niður á jörðina, leysir og sprengir sundur jarðlögin, flyturmylsn- una til sjávar, og skilur hana þar eptir hjer og hvar. þannig er allt landið á leið til sjávar. Ef gjört er ráð fyrir, að meðalregn- hæð á landi sje 2,2 fet og meðaldýpt sjávarins 1088 fet, og að hlutfallið milli lands og sjávar sje 1 á móti 2,5, þá mun allt vatnsmegnið í sjónum eptir 12,257 ár hafa runnið einu sinni yflr jörðina, eða, ef það er skoðað i hlutfalli til krapta mannsins, þá hefur Arago reiknað út, að allt mannkynið, með því að leggja í'ram alla sína ýtrustu krapta, mundi þurfa 200,000 ár til þess að lypta upp öllu því vatnsmegni, sem fyrir verkanir sólarinnar gufar upp að eins á einu ári. En það, sem vatnið getur ekki beinlínis leyst upp af landinu, á því vinnur það að lokum með því sí og æ að leika um það. Kenni vatnið með 3 þumlunga hraða á sekúndu verður eptir leðja, sje hraðinn 8 þuml. verður eptir grófur sandur, og við 2 feta hraða smásteinar. Yið 6 feta halla á 100 feta löngum vegi rennur vatnið með 44 feta hraða á sekúndu, og getur þá flutt björg úr stað. Á flötum sjávarströndum, eða þar sem klettar varna lopt- þrýstingnum að mynda öldur, þar hefur vatnið ótrúlegan krapt. þannig mældu menn fyrir nokkrum árum síðan við ströndina á Skotlandi þrýsting í vatninu, sem var 2086 pund, og jafnvel stundum 6100 pund á hvequ ferhyrningsfeti, þegar sjórinn þeytti vatninu 106 fet í lopt upp, eins og við Bellrock á austurströnd Skotlands. Við Pirth of Eorth keyrði vatnið bjarg eitt, sem óg 28 centner, út í sjó, og klauf það í mola á ströndinni, og á einni af Hebrideseyjum flutti vatnið bjarg eitt, 840 centner að þyngd, 5 fet úr stað (1 centner er 100 pd.). J>egar vindur er hægur er öldugangurinn 2'á mila, við stinningsgolu verður hraðinn þrefaldur. Hraði flóðöldunnar, sem orsakast af aðdráttarafli túnglsins, er þd miklu meiri. pegarhún t. a. m. hefur farið frá ströndinni á Eyjaálfu kl. 12 á hádegi, skolast hún að Góðrarvonarhöfða um miðnætti, og hefur þannig farið 1600 milur á 12 klukkutímum, cða 11 sinnum harðar en fljótasta járnbrautarlest. En hraðinn í sjónum hefur og verið reiknaður út á annan hátt. Eldgosið í Krakatau gaf meðal annars (56)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.