Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Page 61

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Page 61
tilefni til þess. Gosið endaði 12 mínútum fyrir hádegi, og mynd- aðist þá himinhá bylgja, er valt með drunum miklum yfir landið og varð 57,000 manns að bana; lik alda sást sama dag kl. 1,30 mín. við ströndina á Ceylon. Hafi sú alda verið afleiðing af fyrri öldunni, hefur lireifingin færzt yfir 400 mílna svæði á 1 klukku- tíma, 42mínútum, eða farið með 1753 feta hraða á sekúndu, og sama varð niðurstaðan, þegar mældur var út hraði samskonar öldu, sem barst til Mauritius kl. 2,15 min.; hefur hraðinn þannig verið töluvert meiri en hraði hljóðsins, sem talinn er í loptinu 1059 fet á sekúndu. Mesti dynkurinn þennan gosdag kom af stað öldu- gangi í gufuhvolfinu, og varð hans vart yfir alla jörðina. Með nákvæmum reikningum hefur það sjezt, að loptaldan hefur farið með 1000 kilometra hraða á klukkutíma, eða um 886 fet á sek- úndu. Bptir þessu hefur loptaldan farið kring um jörðina á 36 klukkutímum, og umbrotin liafa þannig komið af stað öldugangi, sem hefur farið 3 eða 4 sinnum kring um jörðina. í 5—6 daga á eptir stóð loptþyngdarmælirinn óvanalega lágt. Hraði sá, sem kemst á loptöldurnar við eldgos er þó vanalega minni en sá, sem kemst á þær við jarðskjálpta, að minnsta kosti má ráða það af mælingum; þó má ekki leggja allt of mikinn trúnað á mælingar þessar sökum þess, að þeim ber eigi allt af saman; veldur því bæði ýms ónákvæmni við athuganirnar og ólíkt leiðsluafi ýmissa steintegunda. Eptir reikningum að dæma hefur jarðskjálptinn í Lissabon 1755 farið 1650 fet á sekúndu, jarðskjálptinn í Vesturálfu 1811 2180 fet, sá við Rínfljótið 1846 1376 fet, og sá í Míðþýzkalandi 1872 2284 fet; en til þess að skilja betur mismun talnanna má geta þess, að það er sannað með tilraunum, að hljóðið berst gegn um granit 1661 fet á sekúndu, gegn um syenit 1660 fet, gegn um votan sand að eins 965 fet. þessi þekking vor á hraða hljóðöldunnar gjörir oss það unnt, að komast nálægt því með reikningum, hversu langt eldingin er burt, með því að gæta að þeim tíma, sem líður milli elding- arinnar og næstu þrumu, og er ekki annað en margfalda sekúndu- fjöldann milli eldingarinnar og skrugguhljóðsins með 1059. Eins og hreifingar þær, sem verða í vatni við eldsumbrot eru töluvert harðari en þær hreifingar, sem verða í gufuhvolfinu af sömu áhrifum, þannig er hraði hljóðaldnanna í vatni meiri en hraði þeirra í loptinu. Hljóðið í loptinu berst, eins og áður er drepið á, 1059 fet á sekúndu, en á sama tíma berst það yfir 4500 feta langt svæði í vatni, og enn meiri er hraðinn í málmum, þannig í sinki 1027 fet, í kopar 11,740 fet, og í stáli 13,272 fet á sekúndu. Á sama hátt og loptið, flóðöldurnar og sjávarstraumarnir halda hvíldarlaust á fram hreifingu sinni, og blanda saman öllum þeim efnum, sem sjórinn tekur við úr ánum, þannm fer blóðið hringferð sína í líkama vorum, þangað til miðdepill blóðrásar- innar, hjartað, hættir starfsemi sinni; enmeðanþað starfar, þenst það út og dregst saman 4000 sinnum á klukkutíma, og rekur blóðið með 30,000 punda krapti gegn um æðarnar. Á hverjum 5 (57)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.