Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 63

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 63
Sirius, sem er að minnsta kosti 131 * 3/4 sinnum stærri en sól vor, hefur sá ljósgeisli, semkemur til vor í dag, veriðlöár áleiðinni; hann hefur farið billión mílna. Billión er svo mikil stærð, að fjer getum eigi skilið hana. Til þess að lifa það, að lífæð vor berðist billiónsinnum þyrftum vjer að verða 140,000 ára gamlir. I>ó verður þessi tala of lítil, þegar um geiminn er að ræða; þá reiknum vjer með stjörnufjarlægðum, sem hver þeirra er 5 bilii- ónir mílna. Ef vjer ímyndum oss, að hinar minnstu sýnilegu stjörnur sjeu 500 slíkar stjörnufjarlægðir frá oss, þá mundi ljós- geisli frá þeim þurfa 1900 ár til þess að ná sjónum vorum; og þó fer ljósið 148 milliónir mílna á hverjum klukkutíma. Herscheí hjelt, meir að segja, að Ijósið frá stjörnuþoku þeirri, sem að eins eygist í 40 feta löngum stjörnukíki, þyrfti næstum 2 milliónir ára til þess að komast til vor. þess vegna flytur ljósið oss, þótt það sje svo fljótt, að eins gamlar fregnir um þessa heima, ekkert umþað, hvernig þar var umhorfs fyrir 2 milliónum ára síðan, og live mavgt getur ekki verið horfið síðan þá, og hvílíkar hreyting- ar ekki orðið þar. Jafnvel þótt hugsa mætti, að unnt væri að nota rafurmagns- neistann til þess að bera frjettir frá þessum fjarlægu hnöttum, mundi hann samt verða að litlu liði, og það þótt talið sje, að hann fari 62,000 mílur á sekúndu. Bafurmagnsstraumurinn fer miklu hægar, en það er allt komið undir leiðsluafli þess efnis, sem notað er; þannig fer hann í járnþræði, sem er 4 millimeter á þykkt, 13,000 mílur á sekúndu, í 2^/a millim. þykkum koparþræði 24,000 mílur. Bafurmagnsneistinn fer 12 sinnum á sekúndu kring um jörðina, rafurmagnsstraumurinn er 2*/s til 3 mínútur milli Lundúna og Nýju-Jórvíkur. Ekki má gleyma því, að hraði sá. sem maðurinn getur fram leitt, er mjög litill í samanburði við þann hraða, sem er 1 geiminum, og að maðurinn og snígillinn fara jafn hart, þegar störnufjarlægðin er höfð sem mælikvarði. Svo óendanlega langt liggur óendanlegleikinn hurt frá oss mönnum. GÁTUB. 1. Hver er sá klaufnefur kominn af flugi, segir margt, en mælir ekkert? 2. Jarðar fylgsnum úr jeg er, aldrei fagurleitur, hefur ei nokkur not af mjer, nema jeg sje heitur. 3. Eins hlutar nafn er með einkennum þessum: galli í gullkeri, gott fyrir búsmala, fylgsni fjalla, fjehirzlu blómi, meðal metorða, mýking kóngs reiði. 4. Hver er sú ein, sem andvana mælir, dæmir þegjandi, dæmir án orða maka sinn dauðan, mark og íjettindi ber hún jafnan á baki sínu.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.