Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 70

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Síða 70
SMASÖGUR. Allt heimslán er fallvalt! (sic transit gloria mundi!) Um rniðbik síðustu aldar, rendu sumir grun í, að mikil bylting væri í vændum. Voltaire og Rousseau, sem hafa átt einna mestan þátt í undirbúningi hennar, boða hana með vovæn- um fögnuði, með sönnum og alvarlegum spásagnaranda. Voltaire segir þannig í bijefum sínumá einum stað (1764):: »Jeg sje af öllu, að sáðkorn byltingarinnar hafa þannig fest rætur, að ekki getur hjá því farið, að hún komi, en jeg mun ekki fá þá gleði að vera sjónarvottur hennar. Menntunarneistinn hefur svo gripið um sig, að það mun kvikna í við fyrsta tækifæri, og þá verða falleg læti. Unglingarnir eiga gott: |>eir fá að sjá skrítna atburði«. Rousseau segir svo með enn meiri andagipt: »Byggið ekki á því núverandi fyrirkomulagi mannfjelagsins, en munið eptir, að þetta fyrirkomulag er undirorpið óhjákvæmilegum byltingum, og að það er oss ekki unnt, að sjá þá byltingu fyrir fram eðabægja þeirri burt, sem getur komið yfir höfuð barna vorra. Hinn hái verður lágur, sá ríki verður fátækur, konungurinn verður þegn.. • Urslita- og byltingaöldin er í nánd«. Báðir þessir miklu menn dóu sama árið (1778); einum áratug síðar rættust spádómar þeirra: »syndaflóðið» skolaði burt Á rammbyggilegum borgum, kirkjum, klaustrum og hásætum; ofan á sigldi hin nýjaNóaörkmeð merki þriðju stjettarinnar, og engum var veitt innganga í hana, nema með því móti, að hann særi hennar guði hollustueið. jpegar vatnið fór að rjena, stökk Na- poleon lít úr örkinni eptir arnarungum sínum; liann tíndi saman hásætisbrotin og íklæddist konunganna silki og purpura, settist síðan á veldsstólinn, og gaf guði dýrðina. En einnig hann varð- drukkinn, augu hans döpruðust, og vinir hans fóru í kringum hann. Hann var fluttur út á reginhaf, og settur þar á eyðiklett hann var ekki lengur drottins smurði, því hann hafði beðið ósigur í nokkrum bardögum og verið svikinn; »guðsnáð« varþáútbýttí Vínarborg; þar sat spekinnar ráð í hægindastólum. Hinir lög- mætu konungar, sem komu á eptir, fengu að kenna á fallvaltleik • guðs náðar«; 1 dó ásóttarsæng, 2 voru reknir úr ríki. Napoleon þriðji ljet prestana lesa drottni lofgjörð yfir stjórnarglæp sínum, — og ríkti lengst! Hann bvíslaði þessum orðumí eyra konunganna: »Sagan hrópar hátt til yðar: »Gangið í broddi hugmynda aldar yðvarrar, og þær munu fylgja yður og styðja; ef þjer gangið á eptir þeim, draga þær yður með; ef þjer gangið á móti þeim, steypa þær yður!« — Keisarinn beið ósigur — náðin var úti! Hátignin er síðan hjá þjóðinni, sem upp á eigin ábyrgð velur sjer forseta. 100 ára hátíð stjórnarbyltingarinnar verður haldin hátíðleg í París með allsherjarsýningu 1889. Svb. (66)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.