Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 45

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 45
hofði hærri en þeir allir. Næstir honum ganga líklega þeir Fefry' og Freycinet, en hyorugur þeirra, og því síður nokkrir aðrir, hafa tu langframa getað heillað, huga þjóðarinnar. Hún hefur í sí- ‘Ollu verið að, leita að þvíj mikilmenni, er hún gæti trúað og treyst á og stöku sinnum haldið að hún hafi fundið hann, en það hafa ekki verið annað en missýningar. þessvegna hefur líka stjórn hvers einstaks manns orðið næsta skammæ í svipinn, en hann svo aptur náð völdunum, þegar það var bert, að eptirmaður hans var ekki meiri atkvæðamaður en hann sjálfur hafði verið. hrakkar hafa haft fleiri stjómarforseta þessi síðustu 20 ár enn nokkur önnur þjóð í norðurálfunni, en þegar vel er að gætt, hafa Peir menn, sem mest hefur kveðið að, ekki verið svo ýkja margir. Peir hafa skipt með sjer æðstu stjórnarvöldunum, en einn tekið v>ð þvi af öðrum að heita foringi. Charles Louis de Saulces de Freycinet fæddist 14. -Nóyember 1828. Á unga aldri lagði hann stund á »Ingeniör«- v>sindi, og þótti mikið að honum kveða í þeirri grein og varð hann brátt stjórninni handgenginn í þeim málum, er lutu að ýísindum hans, einkum hernaði. Frægur varð hann fyrst á rrakklandi þegar Gambetta safnaði herliðinu gegn Prússum og hjelt uppi vörninni móti þeim; var Freycinet trúnaðarmaður Gambettu og hafði völd mikil á höndum. Sýndi hann frábæra clju og dugnað í starfi sínu, en þótti næsta einþykkur og óráð- Pæginn, og undu ýmsir af hershöfðingjunum illa fyrirskipunum hans, og sögðu sumir þeirra jafnvel af sjer. Er það og almælt, að honum hafi stundum verið um að kenna ófarir Frakka um Pær mundir, en jafnframt viðurkenna allir það, að hann var hemnm hinn nýtasti maður í mörgu. Hann var kosinn í öld- ungaráðið 1876 og gætti hans þegar mikið í flokki vinstrimanna. Hann var fyrst stjórnarforseti á árunum 1879 —81, og stýrði utanríkisráðaneytinu. Freycinet vildi stjórna þrætumálum Frakka við þjóðverja í friðsamlega átt, en mjög var það Gambettu um geð. Hann vildi og fara varlega í það, að egna kaþólsku kirkj- una móti þjóðveldinu og varð þetta hvorttveggja til þess, að hann varð að víkja af stóli. þegar ráðaneyti Gambettu fjell 1882, varð hann aptur stjórnarforseti og stýrði þá einnig utan- rikis málum. það ráðaneyti stóð þó skamma stund; egypzka málið varð því að fótakefli og þótti fjelögum Gambettu hann næsta hugdeigur og fjekk hann af því allmikið ámæli. þegar ráðaneyti Ferry’s varð að fara frá stjórn 1885, varð hann enn utanríkisráðgjafi i ráðaneyti því, er Brisson efndi til, og stjómarforseti varð hann árið eptir. Hin síðustu árin hefur hann verið hermálaráðgjafi í hveiju ráðaneytinu eptir annað, síðan Boulanger varð að fara frá þeim starfa, og hefur stundum verið forseti stjórnarinnar. Hefur hann lagt afarmikið kapp á að bæta og auka her Frakka, en nú fyrir skömmu varð hann að víkja frá því starfi og mun því mest um að kenna, að hann vildi draga úr sökum þeim, er bornar voru á ýmsa menn i Pa-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.