Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Síða 46

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Síða 46
nama-málinu og halda sumir að hann haíi ekki verið miklu sýknari en sumir þeir, er meiri sakir voru bornar á, en allt er það mál enn á huldu. Mjög er það og sennilegt, að hann komist aptur til valda, því hann er talinn einna kænastur allra þeirra manna, er fást við stjórnarstörf á Frakklandi og hefur honum opt verið líkt við Talleyrand. Einkum þykir honum það vel geflð, að miðla svo málum milli manna, að hann sjálfui' beri mest úr býtum. Hann er lítill vexti, fölleitur, bláeygður, með snjóhvítt hár og skegg, og hið mesta prúðmenni í allri framgöngu. Hann hefur fengið viðurnefnið »músin hvíta«. Við síðustu forsetakosningu var hann einn af þeim, er þóttu lík- legastir til forsetatignarínnar, þó Carnot yrði hlutskarpastur. Er svo sagt, að það hafl verið honum til nokkurs hnekkis að hann er prótestanta trúar. |)að er og mælt, að hann hafi ekki ætlað að láta trúna bægja sjer frá tigninni í annað sinn, og hafi verið að því komið að hann tæki kaþólska trú rjett í þeirri svipan er hann misstje sig svo, að annar fóturinn lenti í Panama-gröfina. Jean Antoine Ernest Constans fæddist 3. Maí 1833 í Beziers. Fyrst lagði hann stund á lögvísi, en var seinna kaup- maður í Barcelóna á Spáni. Ekki var hann heppinn kaupmaður og hætti hann því verzluninni og var um stund kennari í lög- fræði við nokkra háskóla á Frakklandi. Síðast var hann kennari í Toulouse og komst hann þar til allmikilla metorða og var j hann kosinn á þing 1876 og gekk þegar í flokk þjóðvaldssinna. I 1879 varð liann embættismaður i ráðaneyti Freycinets og ráð- j herra innanríkis mála 1880. Hann var og innanríkis ráðgjafi í ráðaneyti Ferrys og fór frá embætti ásamt honum 1885. Hann var ákafur og óvæginn flokksmaður í liði Opportúnista og hötuðu hinir svæsnari vinstrimenn hann því mjög. 1887 varð hann sendiherra Frakka í Annam í Austurálfu og landstjóri þar eystra, og var honum þar brugðið um grimmd og fjárdrægni, en lönd nokkur hripsaði hann undir Frakka. Var honum boðið að : koma heim aptur 1888 og voru þungar sakargiptir bornar á hann í þinginu, en ekki sannaðist neítt það um hann, er honum yrði að fótakefii. Ein af þeim sökum, er bornar voru á hann var sú, að smákonungur einn þar eystra hafi mútað honum með miklu fje og sent honum um leið kepp einn með dýrindis kræs- j ingum. Constans var ekki seinn til svara, hann sagðist hafa hafnað gullinu en gætt sjer á keppnum og voru kveðnar um það margar gamanvísur í Parísarborg. 1889 varð hann innan- j ríkis ráðherra í ráðaneyti Tírards, og vann þá það frægðarverk, að höfða mál gegn þeim Boulanger, Dillon og Henri Rochefort í og flýðu þeir allir úr landi, og varð það til mikils fagnaðar fyrir j Constans og alla þjóðveldismenn. í Október 1889 stýrði hann ! kosningunum til þingsins og braut þá Boulanger-liða á bak aptur. Sjálfur var hann kosinn í Toulouse, en á móti honum var í boði Sússiní læknir,_ vinur Boulanger. Er það fært í frá- sögur, að hann hljóp opt úr ræðustóli sínum kosningadaginn og barði á þeim mótstöðumönnum sínum, er honum þóttu hávær- astir og tannhvassastir. Með röggsemi sinni og dugnaði koin Constans friði á í landinu, og sýndi það berlega, að hann var ýjni maðurinn á Frakklandi, sem var fær til þess, og eiga Irakkar því honum meira að þakka en flestum öðrum af stjórnar- görpum sínum. 1890 gekk hann úr ráðaneyti Tírards, af því honum þótti hann of tilhliðrunarsamur við »radíkala» flokkinn og varð það ráðaneytinu þegar að bana. Nú varð Freycinet brátt stjórnarforseti og var Constans innanríkis ráðherra í ráða- öeyti hans. þ>ví var hrundið 19. Febr. 1892 og var svo_ sagt, að þeir Freycinet og Carnot hafi sjálfir verið þess valdandi og leik- J’rinn hafi verið til þess gerður, að bola Constans frá embætti, Prí þeir hafi verið hræddir uin, að han mundi verða þeim ofjarl. Loubet varð þá stjórnarforseti en Constans var ekki tekinn í það ráðaneyti, en það mun hafa einkum verið haft honumtil áfellis, nð hann tók einn af þingmönnunum (Boulanger-liða), í sjálfum Pjngsalnum, er bar á hann þjófnað eða eitthvað þessháttar, og lúbarði hann. |)ótti það ekki vel hæfa ráðherra að fara í handa- Jögmál i þinginu. Er orð á því gert, að hann sje fullkominn íjandmaður þeirra Carnots og Freycinets síðan. það hefur jafn- Tel farið orð af því, að liann sje hinn sanni frumkvöðull að Pa- oamamálinu og hafi hann ljóstað upp óknyttum um fjandmenn sína til þess að hefna sín. Er það og mælt, að hann sje nú góður vinur Boulanger-liða, og það sje fyrirætlun hans, að láta •ela sjer æðstu stjórn á hendur, þegar þeir allir sjeu að haki dottnir, er líklegastir þykja til landstjórnar. En mjög er þetta allt á huldu og er vant að vita hvequ trúa skal. Charles Thomas Floquet fæddist 5. Október 1828, stundaði lögfræði, fluttist til Parísarborgar 1848 og varð þar niálaflutningsmaður 1851. Hann varð þegar ákafur mótstöðu- niaður Napoleons III. og þegar Napoleon tók sjerkeisaranafn, Tar hann einn af þeim mönnum, er gripu til vopna móti honum. Hann ritaði og um þessar mundir allmikið í blöð þjóðveldis- manna og var málaflutningsmaður í fjölda mörgum pólitiskum málum og fjekk af því mikið orð á sig fyrir mælsku og skarp- skyggni. þegar Alexander II. Rússakeisari kom til Párísar- borgar 1867, hrópaði Floquet þessi orð til hans i dómhöllinni: "Vive la Pologne, Monsieur» (lifi Pólland, herra góður) og varð hann næsta þjóðkunnur fyrir það. Kosinn var hann á þing þegar 1871 og reyndi til að semja frið milli »Kommúnist- anna» og stjórnarinnar í Versölum. Var honum gefið það að sök, að hann hefði stutt »Kommúnista« og vai því tekinn hönd- um og sat um hríð í fangelsi. Skömmu síðar var hann kosinn í bæjarstjórnina og varð formaður hennar, en varð aptur þing- maður 1876. Gambetta hafði hann í miklum hávegum; ánð 1885 var hann kosinn formaður þingsins; 1887 var haniy einn af þeim, sem líklegastir þóttu til forseta tignarinnar, en þjóðveldismenn- irnir skiptu fyrst atkvæðum sínum milli þeirra Ferry’s, Floquets,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.