Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 50

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 50
Tveir þingskörungar Englendinga. Morley og Balfour. Á meðan þeir standa uppi Gladstone og Salisbury, dettur Englendinguin ekki í hug, að um aðra enn þá sje að ræða, til þess að veita stjórn ríkisins forstöðu, en Gladstone er nú maður gamall, 81 árs, og er því auðsætt að flokkur sá, er hann stýrir, getur ekki gjört sjer von um að hans njóti lengi við. Salisbury lávarður er og þegar hniginn á efra aldur. pað er því ekki furða, að Englendingum verði tíðrætt um það, hver líklegastur muni til ríkissfjórnar eptir þá úr hvorum flokkinum fyrir sig- Nú sem stendur þykir Morley einna líklegastur til að verða eptirmaður Gladstones og að hinu leitinu er það mjög sennilegt að Balfour eríi stöðu Salisbury’s í flokki Torymanna, og þess- vegna eru myndir þeirra teknar nú í Alm. En vitanlega getur mikil breyting á orðið, svo hvorugur þeirra verði æðsti ráðgjafi Breta, og það er fyrst fyrir nokkrum árum, að þeir eru orðnir svo þjóðkunnir, að nm þá hefur verið talað til þessa starfa, og það er sama málið, sem hefur hrundið þeim fram báðum í brodd fylkingar, en það eru stjórnardeila Breta við íra. Áður varð mönnum mjög tíðrætt um að Churchill lávarður mundi verða foringi Torymanna eptir Salisbury, en nú fer svo að sjá, sem hann sje að mestu úr sögunni, og fyrir fám árum síðan þótti ekki annar líklegri til þess að verða eptirmaður Gladstone’s enn Chamberlain, en nú eru fáir jafnhataðir sem hann af foringjum frjáls- lynda flokksins. Ef Salisbury fjelli frá um þessar mundir, er varla efi á því að Balfour mundi verða eptirmaður hans, en þeir William Harcourt og Kosebery lávarður munu þykja standa Morley nokkurnvegin jafnfætis til valdanna. John Morley fæddist 1838, gekk á háskólann í Oxford og gaf sig síðan við bókmenntum og stjórnfræði. Snemma var hann í flokki þeirra framsóknarmanna, er lengst vildu halda, og hefur hann verið trúr flokksbróðir. Hann var mjög lengi kunn- astur fyrir ritstörf sín og hefur hann ritað mikið. Hann hefur t. d. ritað æfisögur þeirra Voltaire’s, Rousseau’s, Diderot’s, Richard Cobden’s o. fl. og eru það talin næsta merk rit. Hann hefur gefið út ýms tímarit og blöð. Á árunum 1867—82 var hann rit- stjóri hins fræga tímarits »Fortnightly Review« og hafði hann þá allmikil áhrif á bókmenntir Englendinga. Seinna var hann um nokkum tíma ritstjóri Lundúnablaðsins »Pall Mall Gazette«. Hann var fyrst kosinn til þings 1883 og hefur hann setið á þingi síðan og er hann langfrægastur af vörn þeirri, er hann hefur haldið uppi fyrir þjóðqettindum Ira. 1886 var hann skamma stund ráðherra írlands í ráðaneyti Gladstone’s og hjelt hann uppi vörn fyrir frumvarpi því, er hann og Gladstone lögðu fyrir þingið um heimastjórn írlendinga. En frumvarp þetta fjell eins og kunriugt er, er þeir Chamberlain og fjelagar hans (44)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.