Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 70

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 70
Um lungnatæringu. IÞegar jeg ber sögusögn þeirra lækna, sem hafa skrif- ai>. um sjúkdóma á Islandi, saman við þá reynslu, sem jeg hef fengið, siðan jeg fór að gegna læknisstörfum hjer á landi, getur mjer ekki blandazt hugur um, að lungna- tæring het'ur færzt mjög í vöxt á landi hjer á hinum síð- asta mannsaldri. Lucgnatæring er skæð veiki, sem einkum leggst á fólk á bezta aldri. Hún er optast hægfara í fyrstu, og hyrjar með hósta kjölti, en smámsaman færist hóstinn í vöxt, uppgangurinn eykst og verður graftrarkenndur. Opt gengur blóð upp vtr sjúklingunum. Þeir verða mæðnir, missa matarlyst og smádragast upp. Yeikin er ekki ólæknandi, ef sjúklingarnir geta farið vel með sig og leita nógu snemma læknishjálpar, en fjöldi n anna deyr þó úr veikinni, og sumstaðar í útiöndum telst svo til, að nálega 7. hven mannslát sje þessari veiki að kenna. Það er nú fullsannað, að veilcin er nœm, berst frá sjúklingunum og sýkir aðra. Börnum þeirra. sem7 hafa veikina, er hættara en öðrum. Sóttnœmið berst með'hrák- um eða uppgangi sjúklinganna til annara. Sjúklingar með lungnatæringu eru ekki hættulegir fyrir aðra, ef þess er vandlega gætt að hrákar þeirra fái ekki að þorna. svo að þeir verði ekki að ryki, sem þyrlast upp í loptið. Varúðarreglur: 1. Enginn maður á að ganga með hósta lengur en í mesta ,lagi einn mánuð, án þess að leita læknis. 2. A hverju heimili á að vera til hrákadallur, svo að ekki þurfi að hrækja á gólfið. 3. Hver maður, sem hefur lungnatæringu, á að gæta þess vandlega að hrækja aldrei á gólfið, heldur ídalþmeð karbólvatni á botni, eða votu sagi eða votum sandi, og hrákana á að brenna á hverjum degi, og hreinsa síðan dallana með sjóðandi vatni. Vasaklúta ogfötsjúklinga með lungnatæringu á ekki að þvo með fötum heilbrigðra, held- ur á að sjóða þau, áður en þau eru þvegin. Ef allir vildu gæta þessa, þá mundi stigið stórt spor til að stemma stigu fyrir útbreiðslu þessarar voðalegu veiki. Jeg vil vona, að menn geri það, og að sjúklingarn- ir sýni ekki hirðuleysi, því að það ætti að vera þeim voðaleg tilhugsun, að geta með hirðuleysi sínu valdið hættulegri veiki í öðrum, ef til vill þeim, sem eru þeim kærastir, Guðm. Magnússon. (64)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.