Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Síða 22
r
þá skulu sigurverk svna 11 stnndir og 44 mínútur, þegar sól-
spjaidid sýnir hádegi, o. s. irv.
í þriðja dálki er tölurðð, sem sýnir hvera tíma og mínúín
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjáíar-
fðll, flóð og Qörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur liií forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði [irítugnætta og 4 daga um- «,
fram, sem ávallt skulu fylgja [iriðja mánuði sumars; £ því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða iagníngarvika. ,
Árið 1899 ersunnudags bókstafur: A. — Gyllinital: XIX■
Árið 1899 er hið 99. ár hinnar 19. aldar, sem endar 31.
December árið 1900.
Milli jóla og lðngu föstu eru 7 vikur.
Lengstur dagur í Eeykj avík 20 st. 56 m., skemmstur 3st. 58 m.
Myrkvar 1899.
1. SÓImyrkvi 11. Janúar, er einungis sýnilegur í norður-
hluta Kyrrahafsins og löudum þeim í Asíu og Ameríku, er
liggja norðan að því. Mestur verður myrkvinn að sjá frá Berings-
sundi, 7/10 af þvermæli sólarinnar.
2. Sálmyrkvi 8. Júní, sýnilegur um mestan hluta Evrópu
og kringum norðurheimsskautið. í Norðursíbiríu verður myrkvi
þessi mestur, 6/i0 af þvermæli sólarinnar. í Reykjavik stendur A
hann yfir frá kl. 3.30' til 5.7' um morgunin og er mestnr kl. 4.
18'; þá er myrkvi yfir efri hluta sólarinnar og nær hann yfir na-
lega helminginn ai þvermæli hennar. «.
3. Tunglmyrkvi 23. Júní. Myrkvi þessi er almyrkvi, en f |
sjest ekki á Islandi.
4. Sólmyrkvi 2. December. Hann er hringmyndaðijr, en
sjest að eins í kringum suðurheimsskautið. Allra syðst á Ástra-
líu sjest myrkvi þeesi á nokkrum hluta sólarinnar.
5. Tunglmyrkvi nóttina milli 16. og 17. December kl.
10.17'—1.39*. Kl. 11.58' er hann mestur og nær þá_ yfir allan
mánann nema dálitla rönd. Myrkvi þessi sjest á íslandi frá
upphafi til enda.
X