Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 38
hann að skrifa hréf til kunningja sinna, fram undir nón, las dálitið til kl. 4 gekk svo dálitið sér til skemtunar, vann svo frá ð’/a til (>■/«. Las ])á til T*/a, og borðaði svo lítið eitt til miðdegisverðar. Eftir ]iað fór hann vanalega að liátta, því heilsan leyfði honnm ekki að vera lengur á fótum. Danvin var mjög sparsamur og hélt nákvæman reikn- ing um fjárhag sinn; var góð'ur og ástrikur heimilisfaðir. Aftur á móti tók hann mjög litinn þátt i samkvæmum og heimsótti sjaldan aðra, enda var heilsa hans jafnan þvi til fyrirstöðu. Ætti að lýsa vísindamanninum Darnin í fáum orðum, mundi lýsingin verða þannig: Hann var ekkert framúr- skarandi gáfaður, en fyrir iðni sina, kostgæfni og vand- virkni, nákvæmni og starfsemi varð hann einn hinna mestu visindamanna heimsins. Darwin dó 19. april 1882, á 71 aldursári, og var graf- inn i Westminsterkirkjunni i Lundúnum við hlið Newtons, og stóðu þeir Huxley, A R. Wallace, Farrar og ýrmsir aðr- ir merkismenn Breta fyrir útför hans Uj. Sig. Thomas Henry Huxley. iSvo margt fagurt er sagt um þennan merkismann, bæði af vinum hans og mótstöðumönnum, að ekki er hægt að setja hér nema örfá orð af því. Hér skulu að eins sett fá- ein atriði úr ritgjöið i Kringsjá, sem er saman dregin úr mörgum tímaritmn. Hnxley var einn hinn frægasti vís- indamaður þessarar aldar og er hann nefndur faðir liffræð- innar. Þegar hann lá banaleguna, sögðu liffræðingarnir i brerka visindafélaginu: »Það er Huxley, sem hefir gjört oss það, sem vérerum«. En jafnframt og hann var djúp- sær vísindamaðnr og rannsakari, mátti segja að honum væri (30)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.