Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 65

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Side 65
' . SO. Vitið vel má dylja, en heimsknna’ er verra’ að hylja. 31. Frægð er smá við fífl að kljást. 32. Það vex ekki alt, sem sáð er, og verðar ekki alt, sem spáð er. 33. Fljót-snæddur er fátæks manns verður. 34. Gamlir skór falla bezt að fæti. J.O. Spakmæli. Sá sem þykist þekkja Guð, hann þekkir hann alls ekki. En sá sem finnur að Gnð er óskiljanlegur hann þekkir hann. (Indverskt). * * * Þó þú fljúgir gegnum himingeiminn tii yztu endimarka, þá hefir þú að eins séð einn stein i byggingu Guðs. Og þó þú látir hnga þinn fljúga um alla eilífð, þá muntu samt ekki .komast að þrepskiidi bústaðar Guðs. Allar þjóðir á- kalla hann, og á öllum tungum nefnist hans nafn, en aldrei verður hann vegsamaður fullkomlega, þó málleysingjar verði ræðusnillingar, og stokkar og steinar færu að tala. (Tyrkneskt). Maður nokkur baöst fyrir og snöri baki að Mekka. Mu- hametaprestur gekk þar fram hjá og sagði: íSkammastn þín ekki, guðlausi maður, að snúa baki þinu að húsi Drott- ins?«. Þá svaraði maðurinn: »Reyndu að snúa þér þangað, sem Guð og hans hús ekki er«. (Persneskt). * * * Guð einn er áhorfandi i ieikhúsi lifsins, mennirnir eru á leiksviðinu, og eru allir leikendur i sorgarleiknum. * * * Bænin er spegill, sem þú í myrkri sorgarinnar sér Guð i. * * * Þú getur ekki gofið eins og Guð, en þú getur fyvlvgefid eins og hann. * * * (57)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.