Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Síða 66
Sorg og áhyggjur er oft fljótar að ná oss, af því vér
göngum helming vegarins á móti þeim.
* , * *
Aldrei er of seint að læra, það sem gott og gagnlegt er.
Engin minkun er að þvi, að læra svo lengi sem vér erum
fáfróðir. En það er sama sem: svo lengi sem vér lifum.
* *
Menn læra af reynslunni, en mest þó af þeim verkum
sem mishepnast.
«■ *
*
Lifðu fyrir það sem nytsamlegt er, og reistu þér minnis-
varða af góðverkum. Kitaðu nafn þitt með bliðu og við-
kvæmni á minnisspjöld þeirra manna, sem þú ert samferða
á lífsleiðinni.
* * ■*■
Að gjöra ekki ilt er gott, en að vilja ekkert ilt er þó
betra.
■*■■*•■*■.
Þegar þú fæddist grézt þú, en nánustu ástvinir þinir
voru fagnandi. Lifðu svo, að þú á dauðastundinni getir
farið héðan fagnandi en aðrirséu grátandi fyrir hurtför þina.
* *
*
Það er auðveldara að þóknast yfirboðurum sinum en
þeim, sem undirgefnir ern.
«•*■■*■
Engir eru jafn ákafir að ná i leyndarmál annara, eins og
þeir, sem lausmálgir eru. Þeir eru líkir óráðsmönnunum,
sem lána peninga hjá öðrum til að fleygja þeim út. og fara
illa með þá.
•*■*■*-
Lánsfé fer burt með hlátri, en kemur aftur með gráti.
■*■■*■■*•
Aðalorðin í lífsins bók, sein lif mannanna mest snýst um,
eru: — peningar og ég.
■*■ ■*■
■*■
Oánægja með það sem er mun aldrei þverra. I raun
réttri er hún nauðsynleg, því hún er hið öflugasta meðal
(58)