Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Page 73
12,000 manns, eiga 66 fiskiskip, auk þess eigaþeir 2 gufnskip
og nokkur seglskip, sem höfð eru til vöruflutninga.
A þessi 66 fiskiskip aflaðist 18,035 skppd. af söltuðum fiski,
sem svarar til að sé 14,430 skp. fullverkaður fiskur. Af
þessum afla sínum hafa Færeyingar sókt meira en tvo þriðju-
parta til Islands.
A flestum skipunum er ráðning háseta þannig, að þeir
fá '/s af öllum afla skipsins, en af þessum þriðjungi fær
skipstjóri 1 hlut og stýrimaður 2 hluti. Skipseigendur taka
*/s aflans, en greiða þar af matsveini kaup og skipstjóra 5
til 10°/o af aflanum, auk fæðis og veiðarfæra til allra skip-
verja
Yið Faxaflóa fá skipverjar einnig ökeypis fæði og veiði-
áhöld, kaup háseta er frá 35 til 45 kr. um mán , og 3—5
a. af hverjum fiski sem þeir draga, en þeir sem eru upp á
hlut, fá helming af þeim þorski sem þeir draga og margir
alt »Tros« — Tros er nefnt heilagfiskur, skata, steinbitur m.
m. Stýrimenn fá 50 kr. í kaup á mán. og 3 a. af hverj-
um þorski sem þeir draga. En skipstjórí hefir 60 til 75
kr. mánaðarkaup, 3 a. af hverjum þorski, sern hann dregur
og 2 kr- af hverju verkuðu skp.pd. sem aflast á skipið.
Af þessu sést, að kaup sjómanna við Faxaflóa er miklu
hærra en á Færeyjum, enda mun óhætt að fullyrða,
að óviða í Norðurálfunni hafi hásetar og skipstjórar á
þilskipum, að jafnri stærð, jafn hátt kaup, sem við Faxa-
flóa; þar getur skipstjóri, sem afiar vel, fengið í 6 mán. auk
fæðis 11—1200 kr. kaup, og háseti, sem at'lar vel, 85 til
95 kr. í kaup um mánuðinn, og það í marz og aprilmánuði,
þegar jaínokar þeirra á landi naumlega vinna fyrir
fæði.
Að vissu leyti er ákjósanlegt að fátækir sjómenn geti
fengið svo góða atvinnu yfir arðlítinn tima, ef það drægi
ekki dilk eftir sér; en því miður er sjávarútvegurinn ekki
svo arðsamur atvinnuvegur, að skipaútgjörðin þoli svo mik-
il útgjöld, nema í miklu aflaári, eða þegar fiskiverð er
hátt.
A tvennan hátt er þetta háa kaupgjald varhngavert:
1. Að hætt er við að þilskip fækki en fjölgi ekki ef kaup-