Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Page 75

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Page 75
Ef skipstjórar og hásetar hafa jafngóð kjör hér, eins og þeir sem bezt kjör hafa við líka vinnu i Danmörku, Noregi og Eæreyjum, og ef þeir fá meira kaup en þeir á sama tíma geta fengið við nokkra vinnu, sem þeir kunna á landi, þá verður ekki með réttu sagt, að skipseigendur borgi þeim illa vinnn þeirra. En svo er það aftur á hina hliðina, að geti þilskipaútvegurinn ekki í meðalári borið þetta kaupgjald, þá er siðnr ástæða til, að leggja kapp á að auka þilskipa- úlveginn. En til þessa ketnur ekki; útvegurinn getur borið þetta kaupgjald, ef skynsamlega er að farið. og breytt er til með þá veiðiaðferð, sem nú viðgengst við Faxaflóa. Við Faxaflóa og viðar á landinu hefir hver háseti að eins einn öngui á t'æri sinu. Dað gjörðu Færeyingar fyrst, en nú hafa þeir ýmist 4 öngla, þannig: að þeir hafa járn- tein gegn um blýsökkuna með öngnl á hvorum enda og 2 öngla neðan i sökkunni, ellegar þeir hafa engan járntein heldur 2—d faðma langan færisspotta neðan i blýsökkunni, sem þeir binda tí—ti öngla á með stuttum taum. Fyrri að- ferðina hafa Frakkar hér við iand, en hina síðari hefir kaupm. P. Thorsteinsson á Bildndal reynt og reynzt vel. Dað ber oft við, að hásetar með þessari aðferð draga 3—4 fiska i einu; þeir draga ekki færið upp, þó þeir finni, að einn fiskur sé kominn á, heldur geyma þeir það, þangað til þeir finna að farið er að þyngjast á. A þennan liátt geta 14 menn dregið — að sögn — eins mik- ið og 20—22 menn með þeirri aðfetð, sem nú tiðkast við Faxaflóa. Af skýrslunum* hér að framan sést, að á skipum af sömu stærð eru 20 menn við Faxaflóa, en 14 menn í Færeyjum, og er þetta ekki litill sparnaður i kanpgjaldi og t'æði. Já, það er ekki að eins sparnaður, heldur mætti með sömu a'ð- ferð og Færeyingar hafa, fjölga talsvert þilskipum hér, án þess að fjölga sjómönnum eða draga meira vinnuafl fri landbúnaðinnm. Þeir sem hafa peninga og áræði, eiga að leggja til fé fyrir skip og útgjörð; en hinir sem hvorugt eiga, eiga að * Vegna plássleysis kemst skýrslan nm fiskiveiðar viö Faxa- hrta ekki í þetta almanak.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.