Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 34
gæfu oss einhverja bendingu um eðli hans, svo vjer t. d.
med Spinoza gætum hugsað oss einhverja skapandi veru
(natura naturans) að baki, veru, er í öllu lif'ði og kæmi í
ljðs í þeirn tveim hliðum tilverunnar, efni og anda, líkama
og sál. En á þessu væri ekki að byggja, vjer yrðum að
una lífinu og veruleikanum.
Þegar heim kom, ávann Höffding sjer doktorsnafnbót-
ina með ritgjörð um skoðun forngrísku og rómversku
heimspekinganna á vilja mannsins; kvaddi hann með þvi
skrúðmenntir Grikkja, þó að opt hvarflaði hann til þeirra
síðar og þær væru honum æ kærar. Hefur Höífding sagt
svo síðan, að ekki hefði hann viljað sjá af því, er hann
hefði lesið af ritum Plato’s, bæði á skólaárum sínum og
stúdentsárum, enda haf'ði hann á kandidatsáruin sinum og
fram eptir ævinni ofan af fyrir sjer með því að kenna
latínu og grísku. En nú sneri hann sjer þó aðallega að hin-
um miklu andlegu auðæfum nýtímans og fór að halda
fyrirlestra á háskólanum um heimspekina þýzku og ensku.
Urðu síðar úr því tvö sagnarit, er komu út um og eptir
1872 (Filosofien i Tyskland efter Hegel, Kbh. 1872. Den
engelske Filosofi i vor Tid, Kbh. 1874). Eptir heimkomu
sína kvæntist Höffding; gathann við konu sinni tyo sonu,
er báðir lifa; er annar þeirra núritstjóri, en hinn magister
í sögu, en konan er löngu dáin og er Höffding ekkill
síðan. Háskólabraut sína hóf hann með fyrirlestrum þeim,
er nefndir voru, og skoðun sinni á því, hvernig heimspeki
skyldi stunda. Það ætti að vera raunspeki, er gætti veru-
leikans, en færi ekki á gandreið andlegs hugarflugs; hún
ætti að leita að sambandinu í tilveru vorri og afstöðu
einstaklingsins við tilveru þessa og þjóðfjelagið. Varð nú
sambandið (synthesen, kontinuiteten) að viðfangsefni hans
í öllum greinum, en þó sat hið mannlega þar æ i fyrir-
rúmi. Þannig reit hann 1876 lítið kver siðfræðilegs efnis:
„Undirstaðan undir siðfræði mannúðarinnar11 (Grundlaggt
for den humane Ethik, Kbh. 1876), og má það teljast til
hinna beztu og ljósustu rita hans. Leitaðist hann þar við
að sýna fram á eðlilegan þroska hins siðferðilega lifs og
(28)