Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 36
á valdboði einu, og þá ekki á trúboðum, heldur á eðh
mannsins, og eru þá einkum tvær taugar í því, síngirndin
(egoismen) og samygðin (sympathi), er iáta til sin taka; sín-
girndin er að vísu rík, en þó ekki einvöld, og á henni verður
vart auðið að hyggja nokkurn fjelagsskap ; beri því menn
ráð sín saman, rekur að því, að samygðin gerist undir-
staða siðfræðinnar, en af því sprettur beint boðorðið, að
stuðla að sem mestri velferð fyrir sem tlesta. Auðvitað
verður þessi velferð hvorki vegin nje mæld; menn verða
að fara þar eptir hyggjuviti sínu og tilfinningu, en sam-
ygðin á þó djúpar rætur og því dýpri, sem nær er, því
samygðin tengir saman mann og konu, móður og barn og
alla ástvini, og hún getur einnig tengt saman heilar stjett-
ir manna, þjóð og ríki og að síðustu allt mannkynið. Og
samhengið á sjer eins stað i manninum sjálfum sem ut-
an hans. Láti því hver einstaklingur sjer annt um sam-
hengið bæði innra og ytra, spretta up'p af því bæði boð-
orðin um þroska einstaklingsins og samband hans við
þjóðfjelagið. Skyldi hverjum manni auðið að þroska sem
bezt alla hæfileika sína og koma þeim í samræmi hvern
við annan, — minnir það á siðfræðina grisku, hið innra
samræmi — en af þvi á hið ytra samræmi í þjóðfjelaginu
að spretta. Því varla getur hjá því farið, ef maður fer
að sýna manngildi sínu sóma, að hann fari þá ekki að
bera virðingu fyrir manneðli annara, en afþví leiðir boð-
orð Kants, sem er boðorð allrar mannúðar, að fara ekki
með neinn mann sem eintómt verkfæri, en jafnframt sem
sjálfsfæða veru, er eigi lieimting á að njóta lífs síns og
mannrjettinda. — I sambandi við siðfræði þessa gaf Höffd-
ing 1891 út bækling einn, er hann nefndi siðfræðislegar
rannsóknir (Ethiske Undcrsögelseij, og gætir þar einkum
þess, að ekki megi fara eins með alla nje heimta jafnt af
öllum, en fara eigi eptír því, hvað hver um sig geti borið
og afkastað. Leggur hann og þar sem endranær áherzlu á
eptirdæmi góðra og göfugra manna, en ekki megi menn þó
verða að harðstjórum; uppeldi og myadugleiki (authoritet)
þjóðfjelagsins sjeu ekki til þess að gera menn að þræ um,