Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 86
r
Leiðbeiningar
fyrir lántakendur við Landsbankann.
í almanaki Þvfl. árin 1895, 189fi, 1898,1901 og 1902 eru
leiðbeiningar fyrir lántakendur við landsbankann; en af
því búast má við, að sum af þessum almanökum sjeu nú slit-
in eða tínd, þá er hjer tekið upp hið helzta af því, er í
þeim stendur. —
Það sem auðkent er með breyttu letri, er ekki öll þau
atriði, sem mest eru varðandi, heldur það sem margir lánbeið-
endur oft gleyma að taka fram, svo að skjölin verða aft-
urreka, lántakendum til mikils óhagnaðar. —
*
* *
Til þess að lán veitist gegn veði í fasteign útheimtist,
að eignin sje virt til peninga af 2 óvilhöllum mönnum,
sem lögreglustjóri nefnir til. Tilnefning hans og virð-
ingargjörðin verður að fylgja lánheiðninni. Þegar hús
eru sett að veði þarf að vátryggja þau í vátrygginga-
fjelagi, sem hefur umboðsmann í Reykjarik. Með lán-
beiðninni þarf ennfremur að fylgja veðbókarvottorð sýslu-
manns, og vottorð hans um eignarheimild.
Þegar lántakandi eigi mætir sjálfur i hankanum til
að taka lánið, þarf hann að gefa einhverjum skriflegt um-
boð til að annast um lántökuna fyrir sig; óhultara er að
setja í umhoðsskjalið „alt að“ þeirri upphæð, sem til er
nefnd; umboðsskjalið þarf að vera undirskrifað í viður-
vist 2 vitundarvotta og má hljóða á þessa leið:
„Jeg (nafn og heimili lántakanda) gef hjer með hr.
(nafn og heimili umboðsmanns) umhoð til að taka
fyrir mína hönd lán í landsbankanum í Reykjavík,
að upp hæð allt að — — — krónum gegn þeirri
tryggingu, er nú skal greina:
(Hjer sje tilgreint veðið eða tryggingin)
svo og til að undirskrifa skuldabrjef fyrir láni
þessu. Skal allt, sem nefndur herra N. N gjörir í
þessu efni, hafa sama gildi, sem jeg hefði gjört það
sjálfur“.
(Heimili, dagsetning og nafn lántakanda, svo og nöfn
2 vitnndarvotta).
Þegar lántakandi eigi á veðið sjálfur, en hefir fengið
(80)