Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 42
og vegastjórnina dugðu honurn, svo að hann gat ókeypis
unnið að heiðarræktinni, og varð hann því eigi sakaður
um að lrann berðist fyrir málefninu til hagsmuna fyrir
sjálfan sig.
Það var ekki nýtt mál þetta að gjöra eitthvað til uin-
bóta heiðariandinu, þessum þriðja hluta Jótlands, — en.
allur skaginn er bara rúmar 450 fermílur. — Einkum hafði
þó verið hugsað um skógræktina. En allar slíkar fram-
lögur af hálfu hins opinbera höfðu borið lítinn ‘ ávöxt,
fólkið sjálft horfði á með hendurnar í vösunum. Eftir ó-
farirnar og landamissirinn 1864 kom hugur og dugur í
menn að bæta sér áfallið með því að auka landið að gæð-
um, sem eftir var, og árið 1866 var Heiðatelagið stofnað'
og átti Dalgas upptökin að því, og var síðan alla æíi lífið
og sálin í félaginu.
Hann hafði áður en félagið komst á fót rætt um það
og ritað að leggja þyrfti úr ríkissjóði fram svo og svo-
mikið fé um langt áraskeið til að rækla heiðarnar, en það
fékk litinn byr, og hann taldi það seinna hið mesta happ,
hve dauflega hafði verið tekið i „landsjóðsstyrkinn“, því
að við það hófust þeir handa sjálfir heiðabúarnir, og Jót-
arnir hafa lengi verið taldir seigir.
Verkefnið var mikið og margbrotið. Þetta gagnslitla
heiðarflæmi var að mestu óvegað og þurfti að knýja hlut-
aðeigandi fjárveitingavöld fram til umbótanna, en,
mestu munaði þó um það, er járnbrautirnur toru að kvísl-
ast um landið. Sumar valnsveitingar, að fyrirsögn fé-
lagsins og undir umsjón þess, eru mikil mannvirki og yfir
liöfuð hafa vatnsveitingar, það sem þær ná, borgað sig
bezt og fljótast. Þá var og það eitt aðalverkið að hafa
upp á mergli eða kalkblönduðum leirtil jarðvegsbótar eða
áburðar, og þurfti þá víða að leggja lausar sporbrautir og
þær enda svo mörgum mílum skifti til útkeyrzlunnar..
Enn var og það, sem reyndar kom fyrst til bin síðari ár-
in, að nota mólandið, sem er innan um á heiðunum, alt
öðru vísi og hagsýnna en áður.
Annars mun Heiðafélagið kunnast af skóggræðslu.
(36)