Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 47

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 47
2 þeirra druknuðu, en hinn 3. skolaðist inn aftur og dó skðmmu síðar. Af fiskiskipinu „Caroline11, eign Runólfs Olafssonar í Mýrarhúsum, druknaði for- maðurinn og 4 menn aðrir, t'ram undan Grindavík. Af fiskiskipinu „Sigríður11, eign Sveins Sigfússonar í Hafn- arfirði, féll stýrimaðurinn útbyrðis og druknaði. Fiski- skipið „Tjörfi“, eign Þorvaldar kaupm. Daviðssonar á Oddeyri, strandaði á Straumi við Hornstrandir, menn björguðust. Fiskiskipið „Prinsesse11, eign Jakobs kaupm. Bjarnarsonar á Svalbarðseyri, rak í strand á Strönd- um, igenn komust af. Tvö fiskiskip frá Akureyri komu aldrei fram. Nótt þess 9. láu Grímseyingar úti á bát við eyna og komust ekki í land fýrir ofsaveðri og brimi; loks sleit bátinn upp, svo bátsmenn áttu ekki annan kost en hleypa undan veðrinu inn allan Eyjafjörð og lentu síðla dags á Oddeyri, með heilu og höldnu og þótti afreksverk mikið. Marz 10.—11. Sást bafíshroði við Horn, en rak burt aftur. — 13. Hinrik Jóns., verzlm. í Rvík, varð bráðkv. 26 ára. — 15. (nótt) kom upp eldur í saumastofu Guðmundar klæðskera Sigurðssonar í Rvík og brann útbygging hennar og mikið af fatnaði. — 17. Einar Eyjólfsson varð bráðkvaddnr, um sjötugt, í Reykjavík; hann var talinn með gangfráustu mönnum og oft í sendiferðum. — 19. Fiskiskipin „Castor“, eign Brydes verzlunar í Hafnarf., strandaði við Býjaskerseyri, menn björguðust. — 21. „Glaðheimur“ veítingahúsið á Vestdalseyri Seyðisf. brann til ösku. Af húsmunum var nokkru bjargað. — 22. „Ellinor“, vöruskip Örums og Wulffs verzlunar á Vopnafirði, strandaði á Tangaboða á Vopnafirði, skip- verjar björguðust. — Ólafur vinnum. Bjarnason í Hvammi í Dýrafirði, hrap- aði til bana.— 10 vetra gamall drengur, Páll Pálsson í Skaptárdal i Kleifahreppi, dó af megurð og illum að- búnaði hjá húsbónda hans, Oddi Stígssyni. (41) [b

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.