Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 77

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 77
Smávegis um Gladstone. í almanaki Þjóðvinafélagsins 1884 var mynd og æfi- saga Gladstones og mátti þá œtla að úti væri að mestu. saga hins mikla manns, en eftir átti hann þá enn óstarfað um 10 ár og er mikið af honum að segja þau árin, sem almenningi er kunnugt af blöðunum. Arið sem leið kom út stórmerkileg œfisaga Gladstones, í 3 bindum stórum,. eflir John Morley. Hann er frægur rithöfundur og blaðo- maður, og hka kveðið mikið að honum á þingi, og var seinustu árin í ráðaneyti Gladstones og bezti maður hans i frelsisbaráttunni fyrir Irlandi. Það sem hér fer á eftir er tekið úr þessu riti. Það heitir: „The life- of William Ewart Gladstone, by John Morley“ og ko6tar í bandi38kr., og ættu bókasöfn lands ins að eignast það. Gladstone í fjármúlum. Gladstone var af kaupmannakyni, og kom það líka fram i honum. Margt er honum til saka fundið um dag- ana, hann þótti lengi vel nokkuð laus og óviss, af þvi að hann gat þá ekki sætt sig við þingflokkana, og mælskan fór á stundum með hann í gönur, en enginn gat neitað honum um þnð, að hann var snillingur í fjármálum. Árin sem hann var ekki ráðaneytisforseti var hann lengst af fjármálaráðherra, og hafði enda í viðlögum hvortveggja starfið á hendi, og voru þau árin, þriðja fjórðung aldar- innar, að mörgu leyti mestu uppgangsár fyrir landið, en- rétt er að geta þess, að England með öll kolin varð fyrst til þess að nota að stórum mun eiminn og vélarnar, og fór því fram úr. Meginreglan hjá Gladstone í fjármála- pólitíkinni var sú, að leysa höftin á viðskiftalífinu og fækka gjaldstofnunum, en leggja rífiega á þá, er borið gátu. Gladstone sá það mikið vel og talaði um það, að frjálsri lýðstjórn er einmitt svo hætt við eyðslusemi. Hrossa- kaupin eru svo handhæg og örðugt að halda aftur af. Hann kvað svo að orði að ekki værimatur gefandi fjár m

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.