Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 87

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 87
það lánað hjá öðrum til veðsetningar, þarf nteiknun lilut- aðeigandi lögreglustjóra á veðleyfið um uudirskrift veð- eiganda. Veðleyfið má vera á þessa leið: „Jeg (nafn og heimili veðleyfanda) gef hjer með (lán- takandi) fulla heimild til að veðsetja, eins og það væri hans eigin eign, eign mína (nafn veðsins) til tryggingar fyrir láni að upphæð allt að — — krón.,. er hann ætlar að fá úr landsbankannm í Reykjavík.. Nær veðleyfið einnig til vaxta af láninu og alls kostnaðar við innlieimtu þess. (Heimili, dagsetning og nafn veðleyfanda). (Hjer undir kemur notaríalvottorð lögreglustjóra).. Eigi veðleyfið að vera bundið við ákveðið tímatak- mark. þarf það með berum orðum að vera tekið fram; ella er svo álitið, að veðleyfið gildi þangað til lánið er að fullu endurborgað, Þegar sjálfskuldarábyrgðarmenn geta eigi mætt sjálf- ir í bankanum til að undirskrifa ábyrgðarskjal sitt, verða þeir að gjöra það í viðurvist hlutaðeigandi lögreglustjóra og fá áteiknun hans þar um á skjalið; þó geta menn, ef' sjálfskuldarábyrgðarmennirnir eiga heimili langt frá bú- stað sýslumanns, búizt við að fá sjálfskuldarábyrgðarlán,. þegar hreppstjóri með tveimur valinkunnum búsettum mönnum, er tilgreina beimili sitt, votta á ábyrgðarskjalið, að þeir hafi séð sjálfskuldarábyrgðarmennina rita nöfn sin undir það með fúsum vilja og alls gáða. Ábyrgðarskj. sjálfsk.ábyrgðarmanna má veraáþessaleiði „Við undirskrifaðir (nöfn og heimili ábyrgðarmanna) gjörum hér með kunnugt, að við með þessu skjali tökumst á hendu sjálfskuldaráhyrgð báðir fyrir einn og emn fyrir báða fyrir láni að upphæð allt að _ _ — krón., er (nafn og heimili lántakanda) ætlar að fá i landsbankanum í Reykjavík. Nær sjálfskuld- arábyrgð þessi einnig til vaxta af lánínu og alls kostnaðar, er orsakast kann af innheimtu höfuðstóls. eða vaxta og gildir unz iánið er greitt að fullu. Skylt er okkur, ef málssókn verður út af lání þessu., að mceta fyrir gestarétti í Beykjavík. (81)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.