Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 88

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 88
(Heimili, dagsetning og nöfn ábyrgðarmanna). Hér neðan á sé svo ritað notarialvottorð lögreglu- •stjóra eða vottorð það frá hreppstjóra og 2 öðrum mönn- um, sein áður er nefnt. Sé það eigi með berum orðum tekið fram i sjálfskuld- arábyrgðarskjalinu, að ábyrgðin gildi þangað til lánið er að fullu endurborgað þarf nýtt ábyrgðarbréf eða yfirlýs- ingu frá sjálfskuldarábyrgðarmönnum, ef lántakandi ætlar sér að fá lánið framlengt að öllu eða einhverju leyti, þeg- ar það fcllur i gjalddaga. Slikt endurnýjunarábyrgðarskjal getur hljóðað á þessa leið: „Yið undirskrifaðir (nöfn og heimili ábyrgðarmanna) lýsum því hér með yfir, að við með þessu skjali endurnýjum sjálfskuldar-ábyrgð þá, er við (dagsetn- ing á hinu fyrra ábyrgðarskjali) höfum tekist á hend- ur fyrir (nafn og heimili lántakanda) fyrir — — — króna bankaláni, og gilda gagnvart okkur allar hin- ar sömu skuldbindingar og við áður höfum undir- gengizt að þvi er lán þetta snertir“. (Heimili, dagsetning og nöfn ábyrgðarmanna). Neðan á skjalið þarf svo að útvega votlorð hlutað- eigandi lögreglustjóra eða hreppstjóra á sama hátt ogáður er tekið fram um aðal-ábyrgðarskjalið. Handveðslán eru það, þegar landsbankinn sjálfur geymir veðið, t. d. arðberandi verðbréf, lífsábyrgðarskír- teini eða bluti úr gulli og silfri, sem litið rúm þurfa. Um timalengd lánsins fer eftir samningum. Skilyrði fyrir því, að sveita- og bæjafélög geti fengið lán i bankanum eru þessi: a. Leyfi blutaðeigandi yfirboð- ara til lántökunnar, sem er sýslunefnd og amtsráð eða ráðherrann, b. fjárhagsreikningur hlutaðeigandi sveitar- félags næst ár á undan, c. Vottorð hlutaðeigandi yfirvalds um, að þeir, sem annast um lántökuna, eða veita öðrum umboð til þess, séu réttir hlutaðeigendur. Lán til prestakalla og almennra stofnanna fer' eftir skilyrðum þeim, er stjórnarráðið ákveður í hvert skif'ti. (82)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.