Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 91

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Side 91
Málshættir. Framhald f'rá alman. f. árið 1903—1904. Miklu veldur sá er upphafinu veldur. Mildur af annars auði, er eigi par fyrir lofandi. Minnið er geymsluhyrzla vitsmunanna. Misbrúkun gerir oft góða hluti skaðlega. Misholl er mönnum lukkan. Mitt og þitt gerir oft þrætu. Móðurbræðrum verða menn líkastir en föðursystrum lljóð- Morgunstund er gull í mund. Mútan hefur margan blindað. Mörg er búmanns raunin, Mörg eru nmnngáts orð. Mörgum er sá leiður, sem sjálfur gefur sér heiður. Mörgum verður auðið fengsins, en ekki haldsins. Neituð bæn gleymist siður en sú veitta. ÍNeið kennir bljúgum að biðja. Nótt verður nauðþreyttur feginn, Nú er vinurinn tíndur því tæmd er kannan. Nú höggur sá, er hlífa skyldi. Nýir siðir koma með nýjum herrum. Nýtt er geðfelt, gömlu er úthelt. Nýt það þú mátt, þótt nóg hafir, Ofdrykkjan er sjálfsskaparvíti. Óhóf gjörir sult síðast. Ómæt eru afglapa orð. Oft á ástsæll sér öfundarmann. Oft er bei»k rót, bezta heilsubót. Oft er fljótgerð lukka fallvölt. Oft er gaman að gíkkjum hent. Oft er hirðulaus ábatalaus. Oft er x holti heyrandi nær. Oft er lygð í lasti. Oft er sannleikur eyrum beiskui'. Oft er sekur varinn, en saklaus barinn. Oft fá vond mál vænar stoðir. Oft fer annar í kaf, þar sem hinn kemst af. (85)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.