Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 92

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1905, Page 92
Oí't hvóir heimskur en heyrir þó. Oft kemur kvein eftir kæti. Oft lifa þeir lengi, sem með orðum eru vegnir. Oft má vaskur vikja, þá vondur skal ríkja. Oft mælir sá fagurt, er flátt hyggur. Oft stendur strá þegar stórt tré falla má. Oft verður herra auðsins þræll hans. Oft verður góður hestur úr göldum fola. Peningurinn þegjr, en orkar þó miklu. Penninn vinnur meir en sverðið. Prjál og skraut, kemur mörgum í þraut. Ráðfátt verður rögum þrátt Rangfenginn auður er volæði verri. Reiðin og vín, lætur hjartað segja til sín. Reynslan er skólameistari allra. Ríta mun gölturinn ef grísinn er drepinn. Sá kemst langt, sem smjaðra kann. Sá veit gerst er reynir. Sá er ekki ólánsmaður, sem enginn hefur ólán af. Sá er líttur, er landssið fylgir eigi. Sá er þjófijrínn verstur, sem úr sjálfs síns hendi stelur. Sá fellur harðast, sem á hæl dettur. Sá gefur tvisvar, sem fljótt gefur — Samtal er sorga læknir. Sanngirni er sátta móðir. Sá sem eigi safnar í tíma, má svelta í ótíma. Sá sem er einn í ráðnm, oft mætir skaða bráðum. Sá verður að laumast með landi, sem lekann hefur bát. Sá verður margs vis, sem árla rís. Sá verður þjófur, sem fémætum fundi leynir. Sá þakkar öðrum, sem betur kann. Seigt veitir svöngum að skruma. Seint fara sælir, svinnum verður dagskortur. Seint koma heimskum hyggindi. Seint reiðist latur rúmi. Seldu ekki skinnið fyrr en björninn er unninn. Tr. G. (86)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.