Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 41
velt hefir látið til sin taka, t. d. Panama-málið, sem
nú er komið í það liorf, að útlit er fyrir, að þessu
niikla mannvirki verði bráðum lokið.
Roosevelt er tvímælalaust einn af allramikilhæí-
«stu mönnum samtíðarinnar, og í þeirri stöðu, sem
bann hefir skipað, hafa hæfileikar hans notið sín
ágætlega. Hann er maður vel mentaður, gæddur
víðtækri þekkingu og skörpum sldlningi, mælsku-
niaðurmeð afburðum,skjótráður og snjallráður, kjark-
maður mikill, hreinlundaður og drengur hinn bezti.
t’rekmaður er hann mikill og starfsmaður að því
skapi, þrautreyndur og marg-stæltur, bæði til sálar
°g líkama. Auk þess, sem að framan er sagt um líf
hans og starf, er hann afkastamikill og einkennilegur
rithöfundur, og liggja eftir liann margar bækur og
ritgerðir sögulegs, réttarfarslegs og íþróttalegs efnis.
í*að verk, sem hann afkastar daglega, er fárra með-
tæri að inna af hendi. Frá morgni til kvölds er hann
á skrifstofu sinni og altaf sivinnandi. Paðan stjórn-
ar hann sameiginlegum málum þjóðar, sem er yflr
100 miljónir manna af öllum mannlegum litum og
kynkvislum. Pað léttir ekki verkið, að henni er skift
niður í mörg smáríki, sem hvert um sig hefir sínar
þarfir, sin sérmál og sína rellu. Mörgum hundruðum
af bréfum og simskeytum verður hann að svara dag-
t?ga og mörgum mönnum verður hann að veita á-
heyrn. Inn í »hvita húsið« liggja 65 talsimar og rit-
síniar til allra útskækla Bandarikjanna. Hvíldarlaust
herast boð og svör, ýmist ofanjarðar eða neðan.
Skrifstofuliðið er »legíó« og allir starfsmenn þess
°g embættismenn þurfa aö fá sinar bendingar og
fyrirskipanir ef ekki á eitthvað að ruglast. Miðdep-
illinn i öllu þessu feikna-gangverki er liöfuð forset-
nns. Hann hefir ekki langan tíma til umhugsunar
nni hvað eina, en mikið er undirsvörum hans komið.
Þegar hann er á ferð, er honum búin skrifstofa í
járnbrautarvagni, sem sérstaklega er gerður handa
(31)