Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 72
3 mijndin er um hraöa gufuskipa á ýmsum tím-
um. Þegar Kolumbus fann Ameríku árið 1492, pá
var hann hálft missiri að sigla þangað frá Palos á
Spáni. En fyrsta gufuskipið sem fór árið 1819 yfir
Atlanzhafið var 25 daga á leiðinni. Pað var hjólskip
sem »Savannan« hjet, og stendur neðst á myndinni.
Efst á myndinni stendur »Lusitania«, pað var hrað-
skreiðasta skipið, sem var fullbyggt árið 1907 og fór
til jafnaðar 23 enskar mílur á kl.stund, eða á tæpum
5 sólarhringum milli Frakklands og Bandaríkjanna.
En síðan myndin var gjörð 1907 hafa tvö skip ný-
byggð farið þessa leið á skemmri tíma. Annað var
þýzkt »Vilhjálmur keisari«, 23‘A mílu á kl.stund og
hitt skipið enskt »Mauritania« fór 25^/s enska mílu á
kl.stund. Skipið kostaði nýhyggt 30 miljónir Itrónur.
Vélarnar framleiddu 70 þús. hestaöíl, frá 25 gufu-
kötlum, sem eyddu á hverjum sólarhring 7000 tunn-
um af kolum.
Englendingar og Pjóðverjar hafa í mörg ár ver-
ið að keppa um það, að eiga hraðskreiðasta skipið.
Oftar hafa Pjóðverjar haft betur, en sem stendur
bera Englendingar hærra hlut, síðan þeir eignuðust
»Mauritania«. Pað fór næstliðið ár frá New York til
Qveenstown á írlandi á 4 sólarhringum 18 kl.stund.
og 35 mínútum. —
Petta sýnir hve afar mikil framför hefur verið
síðan 1819 á afli og hraða gufuskipanna.
4 myndin sýnir konung vorn Friðrik VIII með
fj'lgd hans, þegar hann fer frá Geysi snemma dags
á leið til Reykjavíkur. Bak við á myndinni, sést á
framhlið húss þess, sem móttökunefndin lét byggja
handa konungi meðan hann dvaldi við Geysi. Sjálf-
ur situr hann á hvítum hesti framundan húsdyrun-
um. Honum til vinstri handar situr á skjóttum hesti,
þá verandi ráðherra H. Hafstein og því næst prins
Haraldur, þar utar frá eru nánustu fylgdarmenn kon-
ungs. Sveigur úr blómgresi var festur framan á hús-
(62)