Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Helgarblað DV aftast og gert meira úr þvi efni sem þjóöin hefur tekiö svo ótrúlega vel. Helgarblaði DVsnúiðá hvolf Helgarblað DV hefur verið í mikilli sókn síðan ný ritstjórn tók við þann 14. nóvember síðastlið- inn. Það er augljóst að þjóðin hefur tekið fagn- andi þeim stóru og miklu umfjöllunum og greinum sem við höfum boðið upp á og því höfum við hér á ritstjórn DV ákveðið að snúa Helgarblaðinu á hvolf hér eftir. Fréttirnar og greinaskrifin eru aftast í blaðinu í stað þess að vera á fyrstu síðum þess eins og hefur verið. DV verður að sjálfsögðu áfram með sama hætti og verið hefur á virkum dög- um og er það eingöngu Helgarblaðið sem fær þessa andlitslyftingu. Þetta er gert til að koma til móts við lesendur okk- ar, sem hafa allt aðrar þarfir á laugardögum. Þá vill fólk lengri greinar og meira efni sem lifir ffam á mánudag. Helgarblað DV leggur mikið upp úr því að efnið höfði til sem flestra og að drifkraftur- inn sé fólk og aftur fólk um leið og lesandinn á að fá beint í æð allt sem nauðsynlegt er að vita um helgina og miklu meira til. Það er einlæg von ritstjórnar DV að þið, lesendur okkar, verðið ánægðir með þessa breytingu á Helgarblað- inu. Breytingin er komin til að vera. grB/ÍKflBiji I DV komst yfir þessa athyglisveröu Ijósmynd af hljómsveitinni Plús en sú hljómsveit kemur fram I kvikmyndinni I „Strákarnir okkar" eftir Róbert Dou- glas. Menn þurfa ekki að skoða mynd- ' ina lengi, né vera vel að sér (nýjustu hraeringum f rokktónlistinni, til að sjá að þarna fara þeir Mínusmenn sem nú ramba á barmi heimsfraegðarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins kemur hljómsveitin Plús fram sem húshljómsveit þegar er "reunion" hjá KR-ingum. Hljómsveitarmeðlimir eiga engar setningar en flytja lagið «Eg sé þig" eftir Einar Bárðarson sem Bjorg- vin Halldórsson söngsvofallegaá plötu sem kom út fyrir síðustu jol. Fer vel á því en eins og kunnugt erþáer Krummi, söngvari Mlnus, sonur stór- söngvarans. Mínusmenn munu nafa tekið sig sérlega vel út fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. I hlutverkum sínum, og sennilega rímar það nuvið veruleíkann, eru þeir (hljómsveitinni ekki fyrir strákana líkt og „strákarmr okkar" heldur þvert á móti - þeir eru „inn furir hitt kvnið. Fram hefur kom- ið að kvikmyndin fjallar um sorgir og gleði nokkurra homma sem koma saman og stofna knattspyrnulið.Tök- um myndarinnar lýkur 5. september og eru þá búnar að standa i rúmar fimm vikur. Þá tekur við eftirvinnsla en ekki hefur verið afráðið hvenær frumsýning verður - einhvern tíma á næsta ári. DV-myrig emiHano mopaco Hljómsveitin Mínus er eitt af flaggskipum íslenska meiksins. Mínuspiltarnir hafa Í>ann skrýtna ávana aö hneyksla í hvert sinn sem þeir opna munninn eða koma ram. Nú hafa þeir hins vegar snúið vörn í sókn og munu koma fram í homma- úómynd Róberts Douglas sem annáluð prúðmenni. Hljómsveitin Plús syngur lag með Bjögga Samkynhneigðir knattspyrnumenn Tökur ganga vel á „Strákunum okkar"en þeim lýkur 5. september. Hljómsveitin Plus Þessi hljómsveit kemur fram sem húshljómsveit á„KR-reunioni‘‘i myndinni.Strák- arnir okkar“. Hljómsveitarmeðlimir eru mjög fyrir hitt kyniö, ólikt þeim sem eru í brennidepli myndarinnar. „Eg er saklaus" Stella í bók Yrsa Sigurðardóttir þvertekur fyrir að vera Stella Blómkvist. eftir Árna Annar höfundur sem iðu- lega hefur verið nefndur sem hugsanleg Stella Blómkvist er Ami Þórarins- son blaða- maður og rithöfund- ur, sem hefur eins og Stella skrifað sakamála- sögur. Hann hefur þó ævinlega svarið eindregið af sér bækur Stellu og raunar talið það hina mestu hneisu að vera orðaður við - þær. Athygli glöggra lesenda hefur þó vakið að í Þórar- insson Svereindreg- iöafsér Stellu. í nýrri bylgju íslenskra saka- málasagna hefur undanfarið borið nokkuð á bókum Stellu nokkurrar Blómkvist og sker höfundur þeirra sig frá öðrum að því leyti að um dulnefni er að ræða. „Stella Blómkvist" er sjálf höfuðpersóna bókanna og kjaft- for leysir hún erfið sakamál í sjónvarpinu, f Hæstarétti, í Stjómarráðinu og víðar. Bækumar þykja ívið æsi- legri en títt er um íslenskar sakamálasögur og er í tísku einni af sakamálasög- um Árna, Hvítu kartín- unni, er meðal aukaper- sóna lögfræðingurinn Stella sem virðist hafa ýmis karaktereinkenni hinnar knáu Blómkvist. Yrsa Sigurðardótt- ir Verölaunabarna- bókahöfundur sem starfar sem tsekni- stjóri viö Kárahnjúka- virkjun segist höfö fyrir rangri sök - hún sé ekki Stella Blóm- kvist. að tala illa um þær en þær hafa þó vakið athygh út fyrir landsteinana og til dæmis hafa Þjóðverjar keypt réttinn á þeim öllum. En hver er Stella Blómkvist? „Ein lífseigasta ráðgáta íslenskra bókmennta er hver búi að baki höf- undarnafninu Stella Blómkvist. Þrátt fyrir ótaldar eftirgrennslanir og vangaveltur hefur útgefendum Steilu, Máli og menningu, tekist að halda réttu nafni hennar leyndu og greinilega hefur Stella sjálf gætt þess vandlega að ekki sjáist til hennar við skriftirnar," segir nánast storkandi á vef Eddu útgáfu sem gefur bækur Stellu út. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem ; hugsanlegar Stellur: Arni Þórarinsson (sjá hér til hlið- ar), Stefán Jón Hafstein, Þrá- inn Bertelsson og Jón Óttar Ragnarsson em meðal þeirra sem nefiidir hafa verið og ... Yrsa Sigurðardóttir! „Nei, ég er ekki Stella. Þeir virðast nokkrir sem halda það en svo er ekki. Þetta hef Morðið (sjónvarpinu og Morðið (Hæstarétti eftlr Stellu Blómkvist Nú eraö sjá hvort Moröiö á Kárahnjúk- um bætistvið... j ég fengið að heyra nokkrum sinnum en því miður, ég er saklaus," segir Yrsa barnabóka- höfundur og byggingarverkffæð- ingur. Hún starfar sem tæknistjóri Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun, er um fertugt, tveggja barna móðir, gift og búsett á Sel- tjarnamesi. Arið 2000 hlaut Yrsa verðlaun Barnabókaráðs íslands fyrir bókina „Við viljum jólin í júlí“ og í fyrra hlaut hún íslensku bamabókaverð- launin fyrir söguna Bíóböm. Fyrsta bók hennar, „Þar lágu Danir f því", kom út árið 1998. Aðspurð segir hún að það fari ekki mjög vel sam- an að vera barnabókahöfundur og verkfræðingur, það sé svo gerólíkt. En það að iðka skriftir og vera verkffæðingur í öim- um uppi á hálendi íslands er kannski önnur saga. „Það gengur augljóslega ekki nógu vel. Engin bók frá mér í ár. Það er svo mikið að gera. Kannski á næsta ári.“ Aðspurð frekar um hvort það sé alveg ömggt að hún skrifi ekki lflca undir nafninu Stella Blómkvist hló Yrsa og sagði: „Ég veit ekki hvernig í ósköpun- um ég ætti að hafa tíma til þess. Ég hef ekki hugmynd um hver það er sem skrifar þessar bækur, ekki einu sinni velt því fyrir mér... ég hef ekki einu sinni lesið þessar bækur. Ég verð greinilega að fara að gera það. Það er ljóst. Ef ég færi mig yfir í að skrifa fyrir fullorðna mun það verða undir mínu nafni," segir Yrsa og er ekki frá því að þegar og ef það verð- ur muni hún byggja á þeirri reynslu sinni sem hún hefur öðlast við Kárahnjúka. „Þetta er svo skrýtið samfélag hér og margt ótrúlegt sem gerist."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.