Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 52
lagi á útengi, en öllu lakari á túnura. Pó varð hey-
skapur víðast sæmilegur, enda var nýting á heyjum
góð framan af, nema á Norðurlandi, pví að þar voru
tíðar þokur íram í miðjan ágúst, en þá gerði þar
þurk góðan. Haustið var úrkomusamt, en síðari
hluta ársins var öndvegistíð. — Vart varð við ösku-
jall bæði austanlands og sunnan, og þóttust menn
um sumarið sjá eld í Vatnajökli,'og einnig var haldið,
að eldur væri uppi í Dyngjuíjöllum. í septbr. varö
sporrækt af ösku á Austurlandi.
Sjávarútvegur var með bezta móti og öfluðu þif-
skip og botnvörpuskip ágætlega. Mokafli var og á
opnum bátum, sérstaklega á Suðurnesjum, við Eyja-
fjörð og á Austfjörðum. Síldarveiði gekk ágætlega
norðanlands, og fengust þar yfir 160,000 tunnur af
síld. — A Austfjörðum fengu hvalveiðamenn 317
hvali.
Landbúnaður. Á þessu ári voru sett á stofn korn-
forðabúr i Bæjarhreppi í Strandarsýslu og í Grímsey.
— 011 mjólkurbúin störfuðu nema tvö. — Sýningar á
búpeningi voru haldnar á 9 stöðum. — 15 nautgripa-
félög með 2000 kýr nutu styrks. Framhaldsmælingar
voru gerðar viðvíkjandi Flóaáveitunni, og í Austur-
Landeyjum var gerð áveita, er kostaði um 10 þúsund
krónur. Búnaðarnámsskeið voru haldin við Þjórsár-
brú (10.—22. jan.), á Pingeyri við Dýrafjörð (20. jan.—
1. febr.), Vík í Mýrdal (31. jan.—6 febr.), Stóra-Ósi í
Miðfirði (22.—28. febr.), í Ólafsdal 1.—12. mars) og í
Keflavík (13.—17. des.). — Úr ræktunarsjóði fengu 49
bændur verðlaun, og úr styrktarsjóði Kristjáns IX
fengu þeir 140 kr. verðlaun hvor, Jakob Jónsson,
bóndi á Varmalæk og Kristján Þorleifsson, bóndi í
Múla í ísafjarðarsýslu. Heyskaðar urðu á nokkrum
stöðum. Hlaða fauk á Lágafelli 24. apríl. 16. septbr.
kviknaði í heyjum á Hjalla í Ölfusi og skemdust all-
mikið. 17. s. m. brann hlaða á Bakka í Ölfusi með
600 hestum af heyi, og í þ. m. brunnu 100 hestar af
(38)