Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 92
drýgri en gömlu steinhlóðin«. Jóhann svaraði
engu, en pegar hann kom úr kaupstaðarferðinni, sagði
hann Ólöfu, að ekkert hefði orðið úr eldavélakaup-
unum, pví hann hefði álitið réttara, að taka peninga
fyrir vöruafganginn og borga hennisystur sinni pað,
sem hún hefði átt eftir hjá sér fyrir jarðarpartirln,
svo hann gœti fengið afsalsbréf fyrir peim parti úr
kotinu, sem hún átti, svo nú ættu pau pó pann part
óskertan. Ólöf sagði með raunalegum svip: »Ja-ja
góði minn, fyrst pú álítur pað réttara, pá verður pað
svo að vera, eg verð pá að notast við gömlu hlóð-
in mín, en pú hefðir pó átt að geta keypt tunnu
undir skyrspóninn okkar, sú gamla er orðin svo
fúin, að eg get naumast haft skyr í henni lengur,
hún lekur svo.
Nokkrum árum seinna fóru hjónin til kirkju á
túnaslættinum. Ólöf sá pá á leiðinni, að ílestir í
grendinni voru búnir að slá túnin sín, og segir pá
við mann sinn: »Nágrannarnir eru pá búnir að slá
túnin sín, en pitt er lítið meira en hálfnað, sem von
er, pví alt er kargapýfi, hefði ekki verið betra, góði
minn, að pú hefðir reynt undanfarin vor að slétta
blett af túninu, pá værir pú máske búinn að slá pað
núna«. Jóhann svaraði pví, að hann ætlaði að gera
pað pegar hann væri búinn að draga saman svo að
hann ætti alla jörðina, en hann geti ekki verið að
eyða efnum og erflði til að slétta fyrir aðra. Ólöf
hélt, að pað mundi pó hafa svarað kostnaði að slétta
dálítið af túninu, og par sem systir hans ætti í hlut,
pá hefði pau verk ekki farið til vandalausra. »Eng-
inn er annars bróðir i leik«, sagði Jóhann. »Þegar
eg er búinn að ná hennar parti, pá skal eg sýna pér
túnasléttuna mína«.
Pegar sá tími nálgaðist, að Jóhann og Ólöfhöfðu
búið saman í 25 ár, fóru nágrannarnir að segja Jó-
hanni, að hann yrði að halda silfurbrúðkaup, eins og
aðrir menn. Eftir langa umhugsun segir hann við
(78)