Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 77
r
Úrið og klukkan.
Lengi hefur mennina langaö til þess, að vita hvað
tímanum liði, og mæla hann í ákveðnum tímabilum.
Fyrsti tímamælir sem sögur fara af, er s ó 1 ú r i ð
hjá Kaldeum. Peir reistu upp lóðrétlar stangir á
hallalausum fleti, líkt því sem »sólsldfan« er nú.
Þegar sólin var hæzt á lofti var skugginn styztur, en
lengdist eftir því, sem sólin lækkaði á lofti.
Eftir því sem næst verður komist, fluttist notk-
un s ó 1 ú r s i n s til Grikklands 550 árum f. K., og
var þá alment notað í þorpum. En aðalgallinn á því var
sá, að á nóttunni, og aila þá daga, sem ekki var sól-
skin, var það gagnslaust.
Samhliða þessum sólúrum voru vatnsúr,
sem tíminn var mældur með. Um þau er getið hjá
Assýríumönnum 600 árum f. K. Pessi vatnsúr
voru þannig, að lítið ílát var fylt með vatni, og neðst
á því var lítið gat, sem vatn draup gegnum, svo hægt,
að ílátið tæmdist 12 sinnum frá því sólin var liæzt á
lofti, þar til á sama tíma næsta dag. Svo átti sá, sem
gætti vatnsúrsins að hrópa það upp, hvað tím-
anum liði, í hvert skifti sem ílátið tæmdist.
Sá galli var á þessum vatnsúrum, að vatnið
streynuii hraðara meðan ilátið var fullt, heldur en
þegar lítið vatn var eftir í því. Var þá tekið upp hjá
Grikkjum og Rómverjum, að nota sand, í stað vatns,
líkt og hingað til hefir verið notað á seglskipum,
til þess að mæla hraðann eftir sekúndum.
Stór framför var því þegar það var fundið upp,
að mæla tímann með úri, sem gekk með hjólum.
Ekki vita menn hver sá var, sem fyrst fann þetta
upp. Hið fyrsta slíkt úr, sem getið er um, sendi
kalífmn Raschid keisaranum Pétri milda. Seinna voru
klukkur, með líkri gerð, fullkomnaðar með því, að
hengja íóð á þessi hjólaúr, og seint á miðöldunum
voru slíkar klukkur settar, í stórborgunum, upp í
háa liúsaturna, svo fólkið gæti þar séð hvað tíman-
um liði. Tr. G.
(63)