Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 104
r
Almanak Gyðinga. Hjá Gyðingum er nú
árið 5671 og telja þeir það frá »sköpun veraldar«.
Dagurinn, sem við kölluðum 1. janúar 1911 hét hjá
þeim 8. Tebet 5671 og svo heita mánuðir þeirra:
Sebat, Adar, Nisan, Yiar, Sivan, Tamuz, Ab, Elul, Tishri
er það fyrsti mánuður, í ári þeirra og 1. Tishri 5672
er 16. sept í ár. Pá er Hesvan og Kislev og svo Tebet
aftur. 31. des. í ár verður 19. Tebet 5672.
Almanak Rússa. Rússar hafa sömu mánaða-
nöín og vér og jafnmarga daga i hverjum mánuði
nema aldrei 29 daga í febrúar (o: aldrei hlaupár), og
eru nú 13 dögum seinni, svo að 1. janúar 1911 hjá
þeim var 14. janúar 1911 hjá oss. Á næsta hlaup-
ári verða þeir þá 14 dögum á eítir o. s. frv.
Almanak Múhamedstrúarmanna. Ara-
bar, Persar, Tyrkir og aðrir Múhamedstrúarmenn
telja frá flótta Múhameds spámanns þeirra frá Mekka-
borg til Medinaborgar. Mánuðirnir heita: Muharram,
Saphar, Rabia /., Rabia II., Jomada /., Jomada II.,
Rajab, Shaaban, Ramadan, Shawalt, Dulkaada og
Dulheggja. 23. janúar í ár var 1. Muharram 1329 en
árið 1330 byrjar 12. ianúar 1912.
Trúarbrögð íbúa B a n d a r í k j a n n a eru
talin sem hér segir: Rómversk katólskir 15,5 mill.,
Meþódistar 5,7 mill., Baptistar 5,5, Lúterskir 2,i mill.,
Öldungakirkja l,s mill., Lærisvcinar Krists l,i og 10
sértrúarflokkar 3,o mil!. (þar af Aðventistar 0,i).
Rómversk katólskir eru taldir í Austurriki
og Ungverjalandi 35,5 mill., Frakklandi 32
mill., í t a 1 í u 31 mill., Rýzkalandi 20 mill., í
Brezka ríkinu 12 mill. og eins og áður sagt í
Bandaríkjunum 15,6 mill.
Siðustu árin fækkar mjög þeim, sem katólskri trú
fylgja á Frakklandi og Spáni, því nú eru þessi lönd
að brjóta at sér ok páfans.
(90)