Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 114
Kolviðarhóll.
Pjóðvegurinn yfir Hellisheiði liggur milli Reykja-
víkur og Árnessýslu. Undir heiðinni að vestan er
gististaður, sem nefndur er Kolviðarhóll. Hann
stendur við veginn og er mjög þarfur fyrir ferða-
menn, einkum í hríðum og ófærð á vetrum. Pjóð-
vegarkafli þessi er líklega sá fjölfarnasti hér á landi.
Eftir skýrslu, sem eg hef fengið frá eiganda gisti-
hússins, hafa komið þar heim, eða áð þar, árið 1910
13032 menn með 2000 vagna. Hér af voru 4000 menn
næturgestir. Flestir hinna fengu einhvern beina. Sjálf-
sagt hafa miklu fleiri farið um veginn en þeir sem
komu heim að Kolviðarhóli, því annað gistihús er
við veginn lengra frá heiðinni, sem nefnt er »Lög-
berg«. Par er gestastraumur allan daginn og marg-
ir næturgestir, en gestir voru ekki taldir þar.
En þessi tala sýnir nægilega, að það er meira
gagn að því, að leggja landsþeninga í brýr og þjóð-
vegi, þar sem svona fjölfarin leið er, heldur en í
útkjálkasveitum, þar sem 10 sinnum færri menn fara
um veginn og brýrnar. En þannig reikna ekki sumir
þingmennirnir, þegar þeir eru að þota fram sínu
héraði, til þess að afla sér kosningahylli, en ætlast
svo til að fjölförnu héruðin sitji á hakanum. Pen-
ingar landssjóðs til vegagjörða eru takmarkaðir.
Hér er skráð, hve umferðin á Kolviðarhóli var
mikil inánaðarlega, og er gleðilegt að sjá af skýrsl-
unni, hve notkun vagna er mjög að færast í vöxt.
Mán. Ferða- Vagn- Mán. Ferða- Vagn-
menn ar menn ar
Janúar. . . . 410 4 Flutt 7178 972
Febrúar . . . 366 )) Ágúst . . . . 888 190
Marz . . . . 312 )) September . . 1403 228
Apríl . . . . 548 41 Október . . . 2306 413
Mai . . . . . 843 18 Nóvember . . 622 92
Júní. . . . . 2193 389 Desember . . 635 105
Júlí . . . . . 2506 520 13032 2000
(100) Tr. G.