Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 112
Vetrarvertíð þilskipa við Faxaflóa
er frá 1. marz til 14. maí. Penna tíma gengu til fiski-
veiða frá Faxaflóa árið 1911 40 þilskip. Par af voru
búsettir í Reykjavik eigendur að 36 skipum, á Sel-
tjarnarnesi 2, Haínarfirði 1, ísafirði 1. Auk pessa
gengu til þorskveiða sama tíma 9 gufuskip með botn-
vörpur, þar af 5 eign Reykvikinga og hin leiguskip.
A flest af þessum skipum varð aflinn óvenjulega
mikill þenna lO'/s vikna tima, og vil eg þvi geta þess
hér. Pað þilskipið, sem aflaði mest (Ása) fékk 49500
fiska, og þar næst (Geir) 45000 fiska. En að meðal-
tali fengu 10 skipin, sem mest öfluðu 39400 fiska,
næstu 10 skipin 33000 fiska, næstu 10 skipin 27900
fiska, og þau 10, sem minst öfluðu, fengu að meðal-
tali 19700 fiska.
Af botnvörpuskipunum aflaði »Jón forseti« mest
202,000 fiska. Tvö leiguskipin samtals 368,000 fiska.
Pá 4 skip samtals 606,000 fiska, og 2 smáskip 120,000
fiska. Samtals hafa þá 40 þilskipin aflað 1,200,000
fiska, og 9 botnvörpuskip’ 1,296,000 fiska. Er þá afl-
inn á þessi 49 skip, með rúmlega 1000 mönnum í
10ll? vilcu, nær því 2lþ milj. fiskar. Fjarri sanni mun
það eigi vera, að af þilskipunum fari 120 fiskar í
skpp., og 150 fiskar af botnvörpuskipunumm. Pá verð-
ur aflinn af öllum skipunum nálægt 18,600 skpp.
Ef reikna mætti, að fiskverðið verði þetta sumar
50 kr. skpp., að salti og verkun frádregnu, afþilskipa-
aflanum, en 40 kr. af botnvörpufiskinum* þá væri afl-
inn á þilskipin 500,000 króna virði, og botnvörpu-
skipa aflinn 344,000 kr., eða samtals 844,000 kr.
Rær gullnámur væru taldar rikar, sem þetta gæfu
af sér á ekki lengri tíma, með ekki fleiri mönnuni.
Og þó iíf sjómannanna sé oft erfitt, þá er það þó
frjálsara og betra, en líf námamanna.
") í botnvörpuíiski er tatsvertaf upsa, ýsu. undirmálsíiski og
málsfiski nr. 2.
(98)