Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 82
sem liggja saman; t. d. í Árnessýslu 70 kr., Gull-
bringusýslu 40 kr. Þingeyjarsýslu 85 kr., Eyjafjarð-
arsýslu 36,67. Pað sýnist þó, að börn muni eyða líkt
í fötum og fæði hvar sem er á landinu. Að sönnu
væri það rétt, að meðgjöfin væri hærri í þeim sveit-
um þar sem fæði og klæði barnanna er dýrara, en
ekki fer verðið í skýrslunum eftir því. T. d. er í
Austur-Skaftafellssýslu ærin á 10 kr., smjör á 57 au.,
dagsverk á 2,45 og meðalalin 48 aur., en barnsmeð-
jöfin kr. 71,67. í Eyjafjarðarsýslu er ærin á kr. 14,82,
smjör á 65 aur., dagsverk á 2,99 og meðalalin á 62
aura, en barnsmeðgjöfin þar 36 kr. 67 aur. Ef til
vill geta verið meiri not af unglingum í einni sveit
en annari, en þó verður eigi betur séð, en að þessi
sýslna ákvæði séu nokkuð af handahófi.
í sumum sýslunum er meðgjöfin reiknuð jöfn
fyrir öll 16 árin, en í fleiri sýslum er meðgjöfinni
skift fyrir hver 5 ár, og virðist það síðara vera sann-
gjarnara, því viðast má hafa talsvert gagn af ung-
lingum frá 10—16 ára, þó kostnaðurinn sé að sumu
leyti meiri á þeim aldri. Tr. G.
Heilbrigðisskýrslur landlœknis.
Útdráttur árin 1907 og 1908.
Fæðingar og dauðratal.
Meðaltal af þúsundi:
Ár. Fæddir. Dánir. Ár. Fæddir. Dánir
1861—70 37,6 32,8 1891—00 31,8 18,7
1871-80 33,0 25,0 1901—05 30,0 17,1
1881—90 31,5 25,5
Börn innan 5 ára hafa dáið (einkanlega úr mis-
lingum): 1906 258. 1907 385. 1908 545.
(68)