Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 124
Um myndirnar.
Á þriðju myndina: „Eyrnamörk", er minnst að framan.
Seydisfjarðarkaupstaður stendur við botninn á firðin-
um, og sést ekki nema partur af honum á myndinni.
Kaupstaðarréttindi fékk hann 8. maí 1894, frá 1. jan. 1895.
íbúar voru árið 1893 534. 1901 841. 1905 696, og 1910
927. Á fyrri árum voru oft fiskigöngur miklar inn á
fjörðinn um sumartímann, bæði af þorski og síld. En á
seinni árum er það minna, svo nú þarf að sækja mest af
aflanum með mótorbátum út í fjarðarmynnið og til hafs.
Talsverð verzlun hefir verið þar af héraðsbúum, en hætt
er við að hún minki nú, þegar Fagradalsvegurinn, milli
Héraðs og Eskifjarðar, er fullger.
Siglllfjördux liggur vel fyrir afla, skamt að róa til
fiskiveiða, og mörg af þilskipunum frá Eyjafirði, sem
stunda hákarlaveiði, hafa lagt þar upp lifur á vorin til
bræðslu. Fjarðarbúar eiga nokkur skip, sem stunda há-
karla- og síldarveiði. Þar er ágæt höfn. Hefir því á
seinni árum fjöldi af norskum skipum haldið þar til seinni
part sumars, til að reka þaðan síldveiðar.
Flest af skipum þeim og bátum, er sjást á myndinni,
erú norsk síldveiðaskip. Fjörðurinn er fríður á sumrin, en
harðindalegur á vetrum. I verzlunarþorpinu voru árið
1893 75 fbúar og ein verzlan, 1901 146, 1905 341, 1910
435 íbúar, og margar smáverzlanir. Þaðan flyzt árlega
ógrynni af síld, sem útlendingar veiða.
í fyrra iofaði eg því í almanakinu, að í þessa árs
almanaki skyldi koma mynd af „landinu okkar“, sem
sýndi hve síminn er kominn yfir mikið svæði. En hefði
myndin mátt bíða til næsta árs, þá hefði síminn náð tals-
vert lengra, því í ár (1911) verður síminn lagður til Vest-
mannaeyja frá Garðsauka í Rangárvallasýslu, og næsta
sumar (1912) verður lagður sími til Stykkishólms frá Borð-
eyri. Síminn sést glögt, en því miður, varð landsmyndin
(110)
L