Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 94
Eyrnamörk.
Á myndinni aö framan sjást flest eyrnamörk, sem
notuð eru hér á landi. Öll eru pau mynduð á
vinstra eyrað.
Eg lét gera myndina, af pví eg hélt að sumum,
sem ekki eru kunnugir mörkum, pætti gaman að sjá
pau, og í öðru lagi geymast pau í almanakinu, ef pau
síðar leggjast niður, eða breyta nöfnum.
Þótt mörkin séu nokkuð mörg, pá er samt i
fljótu bragði ótrúlegt hve margvíslega má flytja mörk-
in á hægra og vinstra eyra, framan og aftan, svo
ekki verði sammerkt hjá peim fjölda markeigenda,
sem í markabókunum standa.
En reyndar eru mörkin of mörg. Nokkur peirra
ætti alls ekki að nota. Það liggur nærri að sum
peirra heyri undir »illa meðferð á skepnum«. Rétt-
ast væri pvi að afnema pau með lögum; t. d. stýft í
hlust, sýlt i hamar og pristýft. Hin prjú síðastnefndu
eru gerð með 5 hnífsbrðgðum, og auk pess ganga
sum peirra svo langt niður á eyrað, að mikið blóð
rennur úr eyranu, og stundum í hlustina á skepn-
unni. Sama má segja um miðhlutað i stúf, geirstúf-
ritað og heilhamrað, sem er 4 hnífsbrögð, og geirsýlt,
tvirifað i stúf og hvatrifað, pó pau mörk séu eigi
gerð með fleirum en 3 hnifsbrögðum. Ef einhver
hefði hamarskorið hægra og miðhlutað i stúf vinstra,
pá væru pað 9 hnífsbrögð á sömu kindinni, að við-
bættum 2 ef bita og fjöður væri bætt við sem undir-
marki. Óskandi væri að enginn, eða sem fæstir,
notuðu pessi grimdarlegu særingarmörk.
Færeyingar hafa eyrnamörk mjög lik peim, sem
brúkuð eru liér á landi, svo auðséð er, að eyrna-
mörkin á báðum stöðunum eru af sömu rót runnin.
Sum mörkin eru með sömu nöfnum á báðum stöð-
unum, en nokkur hafa fengið aðra merkingu á Fær-
eyjum en hér. Og sama á sér stað hér á landi, pví
(80)