Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 127
Myndin sýnir 9 stœrstu verzlunarborgir Evrópu. Til
London er árlega flutt 19,759,000 smálestir af vörum. Til
Hamborgar 18 965,000 smálestir. Til Antwerpen 18.500,000.
Til Rotterdam 13,126,000. Til Hull 6,789,000. Til Brem-
en 5,324,000. Til Dower 3,269,000. Til Amsterdam
2,931,000. Til Grimsby 2,664,000.
Seinasta myndin sýnir vlnframleidslu helztu vínyrkju-
landa í Evrópu. Stærð tunnanna sýnir hve mikið hvert
land gefur árlega af sér af víni, en stærð mannanna fólks-
fjöldann, og búningar þeirra eiga að sýna þjóðbúningana.
Fremst er Ítalía með 41,4 mill. hektólítra (100 hektól. eru
rúml. 100 pottar). Þá er Frakkland með 39,9 mill. h.l.;
Spánn með 16.6 mill. hl.; Austurríki og Ungverjaland
með 4,8 mill. hl.; Þýzkaland með 2,3 mill. hl.; og síðast
Rússland með 2,2 mill. hl.
Tr. G.
Hrekkir.
Taskan.
Feitur og nízkur ríkisbubbi bjó nokkuð langt frá járn-
brautarstöðinni. Hann tímdi ekki að Ieigja sér vagn, og
kaus heldur að ganga eftir lítið förnum vegi, og bera
þunga handtösku.
Strákarnir Pétur og Páll sáu þetta, og komu sér
saman um, að nú skyldu þeir leika á karlinn fyrst hann
væri svona nízkur.
Þegar þeir sjá, að karl fer að lýjast, gengur Páll til
hans og býður honum að bera tösk'una fyrir hann. Karl-
inn tekur því með þökkum, því hann var orðinn bæði
sveittur og þreyttur. — En þegar Páll var nýbúinn að taka
við töskunni, hleypur hann burt með hana og linar ekkert
á sprettinum, hversu hátt sem karlinn kallar á eftir honum.
Þegar karlinn sér, að hann svo feitur og þungur ó-
mögulega getur náð Páli, kallar hann : „hjálp — hjálp“.
Hleypur þá Pétur til karls, segist kenna mikið í brjósti um
hann, og skuli sannarlega reyna að hjáipa honum til að
ná töskunni. Karlinn tekur því þakksamlega og segist
skuli borga honum það vel, ef hann geti náð töskunni frá
ræningjanum. —
(113)