Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Fréttaslcýring Barátta Islands fyrir sæti í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna er nú komin á fullt skrið eftir að Danir náðu sæti í ráðinu fyrir nokkrum dögum. „Héldum okkur til hlés meðan við biðum eftir Dönum,“ segir Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi íslands hjá SÞ. Keppum við Austurríki og Tyrkland um sæti. Barátta íslands fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er nú komin á fullt skrið eftir að Danir náðu sætLí ráðinu nú fyrir nokkrum dögum. Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi íslands hjá SÞ segir að þótt ákveðið hafi verið fyrir löngu að reyna að ná sæti í Öryggisráðinu, eða árið 1998, beitir skrifstofa hans sér ekki að ráði í málinu fyrr en nú. „Við vildum bíða eftir að Danir næðu sínu sæti til að trufla ekki kosningabaráttu þeirra," segir Hjálmar. ísland á kost á sæti í öryggisráð- inu íyrir tímabilið 2009-10 en þá losnar sæti fyrir þjóð af Vesturhveli jarðar. Um er að ræða tvö sæti sem losna og keppa þrjár þjóðir um það. Hinar tvær eru Austurríki og Tyrk- land. Hjálmar er hóflega bjartsýnn á möguleika íslendinga. Samhliða þessu hefur Hjálmar átt annríkt við að koma á stjórnmálasambandi við allar þjóðir sem tilheyra SÞ. Hann segir að ekki séu bein tengsl á milli þeirrar þróunar og löngun í öryggis- ráðssætið. „Hvað stjórnmálasam- böndin varðar erum við, eins og all- ar aðrar þjóðir innan SÞ, að fylgja svokallaðri New York áætlun. Hún gengur út á að öll rfld innan SÞ séu í stjórnmálasambandi hvert við ann- að,‘‘ segir Hjálmar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ís- lendingar hafa ætlað sér að ná sæti í öryggisráðinu. Slflct var tekið til al- varlegrar íhugunar árið 1987 en síð- an ákveðið að gera það ekki. í samstarfi við Norðurlöndin f máli Hjálmars kemur fram að ís- land hafi gert samkomulag við hin Norðurlöndin varðandi kosningar í öryggisráðið þannig að aðeins eitt land frá þeim sé í framboði hveiju sinni og aðstoða hin Norðurlöndin viðkomandi land í að komast að. „Við höfum algjöran stuðning hinna Norðurlandanna í framboði okkar og við styðjum þau á sama hátt. Þess vegna héldum við okkur til hlés í bar- áttunni meðan Danir voru í fram- boði fyrir tímabilið 2005 til 2006,“ segir Hjálmar. Jafnir möguleikar á við hina Hvað varðar andstæðinga okkar í baráttunni um sætið í Öryggisráð- inu, Austurrfld og Tyrkland, segir Hjálmar að hann meti stöðuna svo að ísland eigi jafna möguleika á við Öryggisráðið Ástæðan fyrir því að Island sækist eftir sæti í öryggisráðinu er hugmyndin um að við ættum að láta frekar til okkar taka í alþjóðamálum. HOMumvrinni Hopnm: m íoio monns þau lönd. „Það sem er okkur í hag er að Norðurlöndin hafa mjög jákvæða ímynd innan Sameinuðu Þjóðanna og það hjálpar okkur mikið," segir Hjálmar. „Þetta á sérstaklega við meðal vanþróuðu þjóðanna enda eru Norðurlönd þeldd fyrir að veita töluverðu fé til þróunarverkefna og hjálparstarfs." Látum til okkar taka Ástæða þess að ísland sækist eftir sæti í Öryggisráðinu er hugmyndin um að við ættum að láta frekar til okkar taka í alþjóðamálum. Hjálmar nefnir einnig þá staðreynd að allar þjóðir í Vesturlandahópnum hafi átt sæti í ráðinu fyrir utan Island og Lúx- emborg. Meira að segja Malta hefur átt sæti í ráðinu. Önnur smárfld sem ekki hafa átt sæti í ráðinu eru aðeins fjögur talsins en það eru San Marínó, Mónakó, Andorra og Lichtenstein. „Það hlýtur að vera komið að okkur," segir Hjálmar. 20-30 milljónir Hvað varðar fjárveitingar til þessa verkefnis segir Gunnar Snorri Gunn- arsson ráðuneytisstjóri utanrflds- ráðuneytisins að í fjárlagafrumvarp- inu á næsta ári verði peningar eyrna- merktir til þess. Fyrir liggi að koma þurfi upp einu stöðugildi á skrifstof- unni í New York og einu stöðugildi við ráðuneyúð hér heima. Auk þess þurfl að breyta aðeins sjálffi skrif- stofunni í New York. f byrjun er reiknað með að kostnaðurinn liggi á bilinu 20 til 30 milljóna króna. „Við munum styrkja skrifstofuna í New York og stöðugildið hér heima þar sem utanrfldsráðuneytið mun leggja aukna áherslu á málefni Sam- einuðu þjóðanna meðan á baráttu okkar fyrir sætinu stendur," segir Gunnar Snorri. Markvissara alþjóðastarf Fram kemur í máli Gunnars Snorra að þegar er búið að ganga frá húsnæðismálunum í New York. Það Hjálmar W. Hannesson „Við höfum al- gjöran stuðning hinna Norðurlandanna I framboöi okkar og viö styðjum þau á sama hátt. Þess vegna héldum við okkur til hlés f okkar baráttu meðan Danir voru i framboði fyrir tímabiliö 2005 til 2006“ hefur tekist án teljandi aukakostnað- ar þar sem fasteignaverð hefur lækk- að í borginni. Því tókst að ná hag- stæðum samningum við leigusala þegar samið var um langtímaleigu upp á nýtt. Fari svo að Island nái kosningu í Öryggisráðið þarf enn að bæta við fólki á skrifstofuna í New York. „Við munum leita að duglegu fólki sem er reiðubúið að leggja tölu- verða vinnu á sig því það þarf að koma sér upp þekkingu og tengsla- neti í sambandi við þau mál sem hæst ber í Öryggisráðinu hverju sinni,“segir Gunnar Snorri. „Stærsti kosturinn við framboð okkar í Ör- yggisráðið er að starf okkar á al- þjóðavettvangi verður markvissara." Stjórnmálasamband við alla Sem fyrr segir vinnur Hjálmar einnig að því að koma á stjórnmála- sambandi við öll aðildarrfld SÞ. Á þessu ári einu hefur hann 35 sinnum sest niður með fulltrúum annarra þjóða og komið á stjórnmálasam- Gunnar Snorri Gunnarsson „Stærsti kost- urinn við framboð okkar I Öryggisráðið er að starfokkará alþjóðavettvangi verður mark- vissara bandi fyrir íslands hönd. Hann segir að baráttan fyrir Öryggisráðssæti og þessi stjórnmálasambönd séu tvö ólflc mál og „ekki endilega skyld.“ Það skemmir þó ekki fyrir að stofriað sé til stjórnmálasambanda við fjölda rflcja nú því hægt er að nota tækifær- ið í leiðinni til að tala máli íslands sem verðugs fulltrúa í Öryggisráðið. „Þessi stjórnmálasambönd kosta okkur ekld neitt fýrir utan undir- skriftina því þeim fylgja engar skyld- ur og ekki er verið að fjölga sendi- herrum eða sendiráðum í tengslum við þau,“ segir Hjálmar. 30 lönd eftir Alls eru 191 lönd fullgildir með- limir SÞ og segir Hjálmar að ísland sé komið í stjórnmálasamband við öll þeirra utan rúmlega 30. Hins vegar sé búið að hafa samband skriflega við þau sem eftir eru og unnið er að því að klára dæmið. „Það má reikna með að ef allt gengur að óskum verð- um við komnir í stjórnmálasamband við öll rfldn á næsta ári,“ segir Hjálm- ar. Sigurður Kári sótti allsherjarþing SÞ Greinilegt að Hjálmar kann mjög vel til verka Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sótti allshetjarþing Sameinuðu þjóðanna í síöasta mánuði og hann gefur Hjálmari W. Hannessyni góða eink- unn sem baráttumanni fyrir sæti í öryggisráðlnu. „Það er greinilegt að Hjálmar kann mjög vel til verka á vettvangi SÞ. Maður sá það á því hvaða stórmenni töluöu við hann á þinginu og hvemig þeir nálguðust hann,“ segir Sigurður Kári. Sigurður fýigdist meðal annars með kosningu Dana í öryggisráðið og hann segir að samstaða Norður- landanna á þessum vettvangi eigi eftir aö skila íslandi langleiðina í ráðið. „Þar fyrir utan hefur Hjálm- ar verið að láta til sfii taka í ýmsum fastanefhdum SÞ með umræöu um ýmsa málaflokka," segir Sigurður. Og Siguröur nefriir eiimig þann fjölda af ríkjum, einkum smáríkjum, sem ísland er komiö í stjómmála- samband viö á undanfömu ári. „Þetta tel ég að hjálpi okkur mikið við að ná kosningu í öryggisráðið," segir Sigurður. „Það er augljóst aö Hjálmar spilar vel úr þeim spilum sem hann hefur áhendi." - -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.