Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Síða 7
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 7 Shriður á vinnslu Mvrarinnar Bavaria meðframleiðandi Reynir Lyngdal Mun fljótlega leggjc mikla verkefni að leikstýra kvikmynd byggir á Mýrinni. Þýska kvikmyndafyr Bavaria verður meðframleiðandi Sagr istíþað em rtækið íar. „Nei, það er ekki búið að skipa í hlutverk. Ég hef talað við einhverja leikara og aðra ekki þannig að ekki er tímabært að greina frá því,“ seg- ir Reynir Lyngdal sem mun leik- stýra kvikmynd sem er í burðar- liðnum og byggir á bókinni Mýrin eftir Arnald Indriðason. Baltasar Kormákur staðfestir það í samtali við DV að þýskt kvik- myndafyrirtæki sem er eitt hið stærsta og það elsta þar í landi, Bavaria, muni koma að framleiðslu myndarinnar. Er þá heldur betur kominn skriður á vinnsluna og senn líður að því að myndin fari í tökur. Nokkuð er liðið frá því fyrirtæk- ið Sögn, í eigu Baltasars og Lilju Pálmadóttur, tók ákvörðun um að framleiða mynd sem byggir á þess- ari frábæru glæpasögu Arnaldar. Og víst er að margur miðaldra leik- arinn bíður þess milli vonar og ótta hvort ekki hlaupi á snærið hjá sér því hlutverk löggunnar Erlendar hlýtur að teljast með þeim bita- stæðari. Um ár hefur farið í þróun- arvinnu á handriti sem þeir Reynir og Jón Atli Jónasson skrifuðu á sín- um tíma sem og fjáröflun. „Baltasar las handritið yfir og Edward Weinman, sá hinn sami og kom að handritsgerð Little Trip to Heaven, leggur lokahönd á það. Þetta er mikið strúktúrspursmál, það að koma bókinni á hvíta tjald- ið. Saga Arnaldar er sögð að veru- legu leyti í hugsunum Erlendar sem stöðugt er að pæla og sér kannski fyrir sér nokkuð sem óorð- ið er en gengur illa upp sjónrænt." Mun Mýrin verða fyrsta mynd Reynis í fullri lengd en við tekur svo hryllingsmynd sem Pegasus framleiðir og byggir á handriti Reynis og Jóns Atla. wm Björk Jakobsdóttir Mjög mikilvægt er fyrir frekari framgang verksins, sé til dæm■ is litið til Bandaríkjamarkaðar, að frum- sýningin á Sellófan í Þýskalandi takist vel. Sellófan í Berlín Sellófan, Leikrit Bjarkar Jakobs- dóttur, fer um heiminn hratt og ör- ugglega. Á þriðjudaginn verður verkið frumsýnt i Örrebrú í Svíþjóð en þangað kemst Björk ekki til að vera viðstödd þvi hún hafði þegar bókað sig til að vera viðstödd æf- ingu á verkinu í Þýskalandi.„Það er mjög mikilvægt að vel takist til í Þýskalandi," segir Björk. Sellófan verður frumsýnt 1. des i Leipsig og þaðan fer verkið til Berlinar. Þetta er svona að hætti Broadway-sýn- inga. Keyra það aðeins utan miðj- unnar áður en frumsýnt er þar. Sellófan verður frumsýnt íSlóven- iu en stóra markmiðið er vitaskuld Bandaríkjamarkaður. Efverkið nær þar i gegn má fara að tala um Björk sem auðuga konu. Björk sjálfsegir ekki tímabært að tjá sig um hvernig gangi með að koma því á bandarískt svið, hún hafi lært i þessu ferli öllu, að óvarlegt getur verið að tjá sig um ofáður en allt er frágengið.„En það er i lestri þar vestan hafs.“ Sellófan um heim allan Liggurvið að fljótlegra sé að telja upp þau Evrópulönd þar sem Sellófan hefur ekki verið tekið til sýninga. Meðfylgjandi mynd er úr sýningu verksins í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.