Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Qupperneq 20
i 20 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö DV Vísindamenn hafa fundið á eyjunni Flores í Indónesíu nýtt mannkyn sem kollvarpar öllum hugmyndum um uppruna og þróun mannsins. Þar bjó dvergvaxið fólk sem náð hafði háþróaðri tæknimenningu en tilheyrði ekki kyni homo sapiens. Hún var þrítug, einn metri á hæð og át fíla. Kannski líka risarottur þegar fflar gáfu sig ekki. Hún var loð- in, með heila á stærð við apa en hún var samt enginn api. Hún var mað- ur. Tfl marks um það bjó hún til dæmis til listileg steinaldarverkfæri sem hún notaði til að auðvelda sér h'fið. Hún var ekki „viti borin“. Það er að segja: hún var ekki HOMO SAPI- ENS. Hún var áður óþekkt mannteg- und og bjó á eyjunni Flores í Suðaustur-Asíu. Hún var uppi fyrir um það bil 18 þúsund árum. Það er örskot á seig- fljótandi mælikvarða þróunarinnar. Þá var nútímamaðurinn SAPIENS þegar farinn að breiðast hratt út um heiminn, kominn frá Afrflcu gegnum Evrópu. Og alla leið til Flores þar sem hann hitti fyrir þessa dverg- vöxnu frænku sína. Þegar bein hennar fundust í fyrra trúðu menn lengi vel ekki sínum eigin augum; hún gat varla verið raunveruleiki, þessi kona. Enn I dag vilja sumir helst trúa því að bein hennar sem fundust í helli í Flores séu einhvers konar gabb eða fölsun. Því beina- fundurinn umbyltir öllum kenning- um um uppruna mannsins. Engan grunaði að fyrir svo skömmum tíma hefði verið uppi önnur manntegund en SAPIENS, hvað þá svo dvergvaxin manntegund. En hún er svo sannarlega ekkert gabb, sú stutta. „Litla frúin frá Flores“ eins og hún hefur verið köll- uð, þótt vísindalegt heiti hafi henni líka verið gefið og allt hennar fólk kaliist nú homo floresiens. Héldu fyrst að um börn væri að ræða Það var í fyrra að fornleifafræð- ingar að störfiim á Flores rákust á beinahrúgu sem þeim fannst for- vitnileg. Innan um áhöld frá steinöld og leifar af beinagrindum veiðidýra voru býsna heilleg mannabein og þar á meðal ein heil beinagrind. Það skrýtna var hversu lítil beinin voru og fornleifafræðingarnir héldu í fyrstu að um börn hefði verið að ræða. En þegar beinin höfðu verið rannsökuð í þaula lá fyrir sú niður- staða að heila beinagrindin væri af fullorðinni konu um þrítugt sem hefði verið alheilbrigð; alls ekki um dverg að ræða. En þó var hún aðeins einn metri á hæð. önnur bein á svæðinu sýndu ffarn á það sama, þama hafði búið örsmátt fólk, aðeins á stærð við fyrstu forfeður mannkynsins sem bjuggu í Afrflcu og voru skyldari öpum en mönnum. Engir apamenn En þetta vom þó engir apamenn. Verkfæri á staðnum vom afar full- komin og ummerki bentu til þess að litla fólkið á Flores hefði veitt ffla sér til matar. Þótt vissulega hafi verið um dvergffla að ræða, þá kallaði það eigi að síður á mikla samvinnu og samhæfingu kraftanna sem engir apamenn vom færir um. Fyrir nú utan að frumstæðir apamenn komust aldrei alla leið frá Afrflcu til indónesísku eyjanna. Neanderdalsmennirnir löngu útdauðir Með tímanum rann sannleikur- inn upp fyrir vísindamönnum. Þeir höfðu fundið alveg nýja mannteg- und og það tegund sem braut að flestu leyti gersamlega í bága við viðteknar hugmyndir um þróun mannkynsins. Því Flores-mennirnir virtust hafa þróast frá annarri grein ffummanna heldur en við sem telj- um okkur til homo sapiens - hins „viti boma manns". Þeir höfðu þró- að tæknimenningu sem bersýnflega var mjög á svipaða lund og steinald- armenn af kyni sapiens höfðu gert og þeir höfðu verið samtíma homo sapiens á lörðinni. Bein „litlu frúarinnar" sjálfrar benda til þess að hún hafi verið á dögum fyrir um 18.000 árum, en elstu beinin á Flores virðast benda til þess að lida fólkið hafi verið kom- ið þangað fyrir um 900 þúsund ámm. Þau yngstu gefa til kynna að það hafi haldið velli þangað til fyrir aðeins 12-14.000 árum. Að minnsta kosti. Þá vom til dæmis Neander- dals-mennirnir löngu útdauðir. Og þá vom nútímamenn af kyni okkar lflca komnir til Flores og því hafa tvær gerólflcar manntegundir hafst við samtímis um langa hríð. Smæð Flores-fólksins er þó ef til vill það merkilegasta við það. Ekki hafði hvarflað að neinum að lífverur með svo lítinn heila gætu verið jafii háþróaðar og raun ber vitni. Smátt getur verið betra en stórt Talið er að smæðin sé afleiðing þróunar og Flóres-konan sé, eins og áður var drepið á, í reynd komin af homo erectus sem var mun stærri, ósköp svipaður okkur bæði að hæð og heilastærð. Þótt menn líti kannski í fljótu bragði svo á að þróun hljóti alltaf að stefna í átt til aukinnar stærðar (þar sem stór lífvera er svona yfirleitt ömggari um h'fið en lítil) þá þekkjast dæmi um hið gagnstæða. Ef dýra- tegund einangrast á ákveðnu svæði þar sem h'fsgæði eru takmörkuð þá getur farið svo að litía dýrið eigi betri möguleika á að komast af en það stóra. Einfaldlega af því það þarf minna sér til viðurværis. Möltu-fílar urðu dvergvaxnir á aðeins 5.000 árum Frægt dæmi um smækkun þekk- ist til dæmis frá eyjunni Möltu. Meðan landbrú var frá Aftflcu til Möltu settust þar að fflar í fyrndinni en eftir að eyjan slitnaði úr tengslum við annað land var vistkerfi hennar of smátt til að hinir þurftafreku og stórvöxnu fflar gætu lifað þar til lengdar. Útrýming blasti við þeim. Þá fóm Möltu-fflarnir hins vegar óvænta leið, ef svo má komast að orði um þróunina sem vitaskuld er blind og ekki meðvituð. Minnstu fflarnir lifðu lengst og fjölguðu sér örast og þannig smækkaði fflakynið á Möltu smátt og smátt þangað til þar var komið ffam á sjónarsviðið sérstakt kyn dvergffla sem vom ekki öllu stærri en stórvaxnir hundar. „Smátt og smátt" er reyndar ekki alveg rétt orðalag því vísindamönn- um ber saman um að þetta hafi reyndar gerst mjög hratt - á mæli- kvarða þróunarinnar. Sumir halda því meira að segja ffarn að Möltu- fflarnir hafi þróast frá venjulegri fflastærð niður í dvergfílana á aðeins 5.000 árum - sem er beinh'nis ofsa- hraði en sýnir hversu hröð þróunin getur verið, þótt oftast taki hún sér mun lengri tíma til að aðlaga og breyta dýrategundum. Svipuð þróun og á Möltu átti sér lflca stað á Kýpur þar sem einnig urðu til á skömmum tíma bæði dvergfflar og dvergflóðhestar. Eldgos kann að hafa ráðið niðurlögum þeirra Og reyndar þarf ekki að leita langt til að finna hliðstæður við smækkun Flores-mannsins því einmitt þar á eyjunni hafði sem sagt þróast enn eitt dvergfflakynið. Það var reyndar ekki komið af þeim fílum sem við þekkjum nú á dögum heldur af fflategundinni stegódon sem nú er alls staðar útdauð. Og útlit er fyrir að dvergmaðurinn á Flores hafi veitt þessa dverg-stegódona sér til matar. Þótt litíir hafi verið, þá voru þeir samt heilt tonn að þyngd Framhaldá ^ næstu opnu J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.