Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 26
26 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV 'S'/ltJ/'llbfUUtKfUt Kanebo-púðrið „Það er mér ómiss- andi jafnt hvunndags sem og þegar eitthvað mikið eða minna stend- ur til.“ Maskarinn trausti „Maskarinn minn er lfá Estée Lauder heitir MagnaScopic Maximum Volume Mascara. Hann er þykkur, traustur og gerir augnhárin þéttari. Hann er ekki vatnsheldur en helst mjög vel á augnhárunum og klessist ekki.“ heiti Wedge. Og ef maður á líka svona MAC-pensil þarf maður ekki að kunna að setja á sig augnskugga, maður makar honum bara á með pensli- num og lítur glæsilega út!“ Roðinn og hreyst- inn „Kinnaliturinn er líka frá MAC. Hann gefur hraustíegt og gott útlit og útivistar roða í kinnamar." Skugganum makað á augn- lokin „Ljósbrúni augnskugginn minn er frá MAC,' ég held að liturinn Glansandi fín „Þegar eitthvað stendur til set ég gjarnan þetta MAC-brons- púður á andlit, bringu handleggi. Það gefur fallegan gljáa og svolítinn lit.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er einn af þremur umsjónar- mönnum unglingaþáttarins Óp á Rúv en hún er líka nemi í sjúkra- þjálfun við Háskóla íslands og danskennari. Hún segist ekki vera sérstaklega klár hvað snyrtivörur varðar. „En Elín Reynisdóttir sminka er mér oft innan handar. Pabbi ól mig einn upp og við ræddum snyrtivörur ekki sérstaklega, en áhugi minn á þeim hef- ur komið svona með aldrinum. Og nú á ég barasta þokkalegustu snyrtibuddu og get hjálpað mér sjáif. Daglega nota ég púður á andlitið, maskara og stundum gloss, ef ég er að fara eitthvað fínt bæti ég kannski bronspúðri, augnskugga og kinnalit við. Fyrir upptökur og útsendingar á Ópinu tekur Elín sminka okkur í gegn en þar sem þátturinn er hugsaður fyrir ungt fólk viljum við Þóra Tómasdóttir ekki láta mála okkur of mikið, frekar virka bara eðli- legar. En félaga okkar, Kristjáni I. Gunnarssyni, er meinilla við þetta, hann vill helst ekki setjast í sminkstólinn en auðvitað verð- ur maður að gera það vegna Ijósanna og hitans í stúdíóinu." Þaö verður heldur betur stór dagur á morgun hjá hópi 70 ís- lendinga sem taka þátt í New York-maraþonhlaupinu. Undir- búningur hefur staðið yfir í þrjá mánuði og mikil stemning er í mannskapnum. Matthildur Hermannsdóttir skipuleggur ferðina og býst við að allir klári hlaupið. hópsins saman kominn í fyrrakvöld, dag- inn fyrir brottför. Það var hvíldardagur hjá flestum og þvimættu einungis þeir allra hörðustu til að hlaupa og einhverjir skelltu sér ísund. \ m0i - 'ám W?-'- Vf fj vfteSkK ■ Á r J|1 Hluti New York-fara Hérsést hluti „Það er mjög erfitt að komast inn í hlaupið, einungis einn af hverju sex kemst inn og það er því nokkuð gott að svo margir íslendingar fái að vera með að þessu sinni," segir Matthild- ur Hermannsdóttir sem fer fyrir hópi 70 íslendinga sem hlaupa í New York-maraþoninu á morgun. Alls taka 36 þúsund manns þátt í hlaupinu, svo íslendingar geta verið stoltir yfir því hversu marga fulltrúa við eigum í ár. Matthildur segir það öruggt að aldrei áður hafi svo marg- ir íslendingar hlaupið í New York- maraþoninu. „Ég þykist reyndar geta fullyrt að það hafi ekki svo margir íslendingar farið áður saman út til iðkunar al- menningsíþrótta," segir Matthildur kokhraust. Á aldrinum 21-64 ára Stór hluti þessa 70 manna hóps hleypur reglulega saman í Grafar- vogi en öðrum var smalað saman af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Matthild- ur segist telja að um 90% þeirra væru með mjög góðan grunn fyrir hlaup af þessari stærðargráðu. „Við erum svo búin að vera í æf- ingaprógrammi síðustu þrjá mán- uði. Við höfum verið að hlaupa þetta frá 50 kílómetrum og sumir allt að 100 kílómetra á viku. Æfingar hafa verið fimm til sex daga í viku. Á sunnudaginn fáum við svo loks að uppskera erfiðið," segir Matthildur hress í bragði. Eru þetta allt reyndir maraþon- hlauparar með þér eða eru margir að hlaupa ífyrsta skiptið? „Þetta er mjög fjölbreyttur hópur, ég held að það séu eitthvað um 30 hlauparar að fara sitt fyrsta mara- þonhlaup. Þetta fólk er lrka á mjög mismunandi aldri, allt firá 21 árs og upp í 64 ára,“ segir Matthildur sem sjálf er 52 ára. Aldursskiptingin í hópnum virðist styðja það fullkomlega að maraþon sé flokkað sem almenningsíþrótt. „Það eru mjög margir í kringum mig sem segjast ekki hafa farið að njóta þess að hlaupa fyrr en um fertugt," segir Matthildur enn fremur. Tvær milljónir áhorfenda Matthildur hefur áður hlaupið maraþonhlaupið í London og segir Matthildur Hermannsdóttir Skipuleggur ferð 70 Islendinga I New York-maraþonið á morgun. Matthildur er 52 ára og hefur áður hlaupið maraþon I London. það að mörgu leyti svipað hlaup. „Það er jafn erfitt að komast í hlaup- ið í London. Þetta eru bæði óskap- lega skemmtileg hlaup, stemnings- hlaup segja þeir sem til þekkja." Hvað áttu við með stemnings- hlaupi? „Það er út af fjölda áhorfenda. Það er sagt að það séu um tvær millj- ónir áhorfenda á braut í New York- maraþoninu. Við íslendingar, sem fylgjumst með Reykjavíkurmara- þoninu, erum kannski að sjá 3-400 áhqrfendur svo þetta er svolítið öðruvísi." Er þetta erfitt hlaup? „Já, þetta er frekar erfitt hlaup. Það er til dæmis hlaupið yfir brýr og fleira. Það eru auðvitað margir sem fara í þetta hlaup til að keppa, ef ekki við aðra, þá við sjálfa sig en það er enginn að bæta sig í New York-maraþoninu.“ Eiga allir íslendingarnar eftir að klára hlaupið? „Ég er alveg sannfærð um það að ef það kemur ekki eitthvað fýrir þá klára allir. Fólk fer auðvitað á mis- munandi tíma. Sumir hlaupa þetta á undir þremur tímum en aðrir taka sér meiri tíma og eru yfir fimm klukkutíma." Nóg af dauðum tíma eftir helgi Hvað fær fólk til að gera þetta, hlaupa í fleiri klukkutíma og það jafn veloftíviku? „Þetta er bara svo ofboðslega gaman, að hlaupa í góðra vina hópi. Ég og vinkonur mínar hittumst til dæmis alltaf á laug- ardagsmorgnum og eyðum allt frá einum og upp í þrjá klukku- tíma í saumaklúbbi og að hlaupa." Þið eruð húin að æfa á fullu í þrjá mánuði og hlaupið svo á morgun. Verður ekki spennufall þegar þið komið heim? „Já, ég er viss um að við kom- um til með að nóg af dauðum tíma þegar við komum aftur heim. Maður veit ábyggi- lega ekki hvað mað- ur á af sér að gera, ætíi við verðum þá ekki bara að finna eitthvað annað hlaup." hdm@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.