Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Side 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 4T* nokkuð sem ekki er svikin vara. Svo er ekkert gaman að vinnunni nem%*. maður hamist og leggi sig fram. Leiðinlegt eitthvert dútl, að manni leiðist...“ Þráinn veit sitthvað um byssur og verklag í löggunni. En var eins mikil rækt lögð við að stúdera viðskipta- hætti? Til dæmis ef Haraldur á sér fyrirmynd af holdi og blóði (sem lík- lega margir vilja meina) þá lætur hann sér fátt fyrir brjósti brenna og grallaralaust ef þannig háttar til. „Einhver mesta blessun undan- farinna ára er Intemetið. Heimsins stærsta bókasafn. En maður verður • að leita í hrúgunum og engin spjald- skrá til. Ég lagði á mig heilmikla vinnu, leiðinlega og skemmtilega, og fékk meira að segja sagnfræðing mér til aðstoðar við að draga saman efrú um þær þjóðfélagsbreytingar og þá tíma sem runnu upp þegar Sovétrík- in liðuðust sundur. Afskaplega fróð- leg lesning. Merkilegt að sjá að sumt í þessari fjarlægu sögu þessa mikla stórveldis sér maður enduróma í at- burðum sem em að gerast hér og nú. Eins og einkavæðingin. Hún er ekki eins og einkavæðingin við hrtm Sov- étríkjanna en mjög margt sem er svipað." Það var og. Oligarkamir, hinir nýju peningamenn og svo sílóvík- arnir, hið gamla pólitíska vald, er til á íslandi ekkert síður en Rússlandi. „Þessi gömlu fyrirtæki, þessi gömlu pólitísku völd, þetta er hrunið og nýir menn standa uppi með millj- arða í lúkunum. Pólitískir valdhafar ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. Líttu á Jón Ásgeir og Davíð. Einhver búðarstrákur orðinn svona afskap- lega ríkur og Davíð veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þetta er ótrúlegt að sjá." Rússneska mafían Og Þráinn lagði sérstaka áherslu á að lesa sér til um þetta fyrirbæri sem menn kalla rússnesku mafi'una. „Erfitt hugtak að nálgast. Má með fullum rökum segja að þetta fyrirbæri- sé ekki til, og öfugt. Þetta er samheiti, orð sem er notað yfir skipulagða glæpastarfsemi og fjölmargir aðilar sem koma að því með einum eða öðmm hætti. Þetta er ekki eins og venjulegt fyrirtæki sem heldur árs- fund og hluthafar greiða atkvæði. Þetta er meira eins og skæruliðasveit- ir og ættbálkar sem lúta ekki neinni einni yfirstjóm. Þessi rússneska maf- ía er stórmerkileg, merkilegri en sú ítalska, þar sem sveitapiltar em óvænt komnir til Ameríku og vita ekkert í sinn haus. Mesta lagi að þeir geti hringt í ömmu sína á Sikiley. Rússnesku mafi'ósamir em miklu al- þjóðlegri, af margvíslegum þjóðum, til dæmis gyðingar sem hafa flust úr landi, skotið rótum mjög víða, í Evr- ópu, ísrael og náttúrlega mjög öflugir í Bandaríkjunum. Þetta lið myndar miklu sterkara og alþjóðlegra tengslanet heldur en nokkm sinnum hin ítalska gerði og gerir. ítök um all- an heim, sem veldur því að allar að- gerðir þessa liðs em rrúklu alþjóðlegri og nútí'malegri en uppátæki ein- hverra einangraðra sveitapilta frá Sikiley. Meðan ég var að skrifa þessa bók,T þá fannst mér nánast grátbroslegt að frétta af því að einhver hópur manna hefði verið að pukrast við að sökkva líki af manni frá Eystrasaltslandi stútftúlu af eiturlyfjum í einhverri höfn á Austfjörðum. Þetta er ekki sama og setja sokkabuxur yfir haus- inn á sér, ryðjast inn í banka og heimta perúnga. Nútímalegri starf- semi.“ Þráinn telur nauðsyn á því að menn ræði málin. Og þá ekki síst það sem flokkast pndir feimnismál. í byrjun bókar rhá finna þessa tilvitn- un í George Orwell: „During times of universal deceit, telling the tmth becomes a revolutionary act.“ Við hins vegar ljúkum þessu viðtali með spurrúngunni hvort þetta sé einhver leynilykUl að lykilrómani? „Þetta er kannski yfirlýsing frá mér. Menn eiga að reyna að ganga uppréttir héma í sínu heimalandi og segja það sem þeim sýnist. Mér leið- ist þetta pukur og muldur og baknag. Miklu betra og heilbrigðara er að fólk tali opinskátt saman. Að umræðan sé hreinskiptin og opinská." 3» jakob@dv.is f/e/HÍtf/* (ff) /ytf/ff /j(j(j/if/t(f heimsókn til eins slíks snemma á þessu ári, þar finnast blaðamenn og þjóðfélagsgagnrýnendur hauslausir úti í skógi. Ég veit ekki, samt em þeir að gagnrýna þjóðfélagið þangað til tekinn er af þeim hausinn. í þessu mjúka þjóðfélagi, væri ekki mikið í mann spunnið ef maður þyrði ekki að segja skoðun sína." En svo virðist sem hér ríki ótti, likt og áður sagði fór ekki mikið fyrir lát- um í tengslum við sölu ríkisbanka sem fór á 12 milljarða en var skömmu síðar metinn á 60. Má þá ekki segja að fæstir þorí að segja sína skoðun? „Jú, það er gífurleg skoðanakúgun á þessu landi og sjálfsritskoðun sem sennilega er versta tegund ritskoð- unnar. Sumpart er þetta vegna spill- ingar í viðskipta- og stjómmálalífi landsins sem hefur viðgengist lengi. Nýjasta dæmið um þetta em oh'ufé- lögin sem í besta falli em búin að stela 40 milljörðum af fólki - rétt sí svona. Og móralhnn er sá að borgar- stjórinn, sem tók þátt í því spili, fólk veltir því fyrir sér hvort hann eigi nokkuð að segja af sér? Mórallinn er svona. Auðvitað er spilling héma grasserandi." Ekkert einsdæmi er að menn séu spilltir og Þráinn telur spillingu trú- lega finnast víðast. Og skoðanakúg- unin stafar ekki síst af hinrú miklu nánd á íslandi, þar verða menn að fara með veggjum. „Það er svo stutt leið, frumskógar- trumbumar berast um allt landið. Ef menn em taldir ótraustir eða hæpnir er þeim útskúfað og þeir fjarlægðir frá kjötkötlunum. Umsvifalaust. Á annarri eyju í Evrópu, Sikiley, er mik- ill spilling. Og ef menn gera eitthvað voðalegt hverfa þeir og er þá rauð blóðklessa fyrir aftan stólinn þeirra. Héma em engar blóðslettur upp um alla veggi. Hins vegar hverfa menn úr stólunum. Ekki blóðsúthellingar heldur mannúðlegra hvarf. Tukta má fólk til án þess að taka af því haus- Tjáningarfrelsið að breytast í teoríu Þó svo að Þráinn boði málfrelsi, praktiseri það með bók sinni, þá hlýtur maður einhvem veginn að ef- ast um að húnum djarfa höfundi sé svo rótt sem hann vill vera láta. Rússneska mafían kemur til að mynda við sögu. Er hún komin til landsins íraun og veru? „Það gæti nefnilega vel verið.“ Gæti ekki veríð að þessi bókmuni koma þér illa, að þú verðir tuktaður til, þó ekki verði tekinn af þér haus- inn? „Ábyggilega. En á langri leið hefur margt komið upp á. Maður lærir að láta hverjum degi líða sína þjáning. Ef ég ætti að eyða tímanum í að velta fyrir mér þeim óförum og slysum sem ég gæti lent í hefði ég ekki fóta- vist lengur. Það væri lífshættulegt að fara fram úr.“ Þú erthins vegarað fara inn á svið sem menn hafa ekkihafthátt um? „Einhver verður að rjúfa þögnina. Ég er ekki að segja að allt sem mér dettur í hug sé satt og rétt - heilagur sannleikur og þar fram eftir götun- Góð matreiðslubók hefur ótvírætt meira gildi en vond Ijóða- bók. Góð glæpasaga er miklu merkilegri en tilvistarkreppulýsing einhvers innhverfs höfundar. um. En mér finnst satt og rétt að láta uppskátt um það sem maður er að hugsa og velta fyrir sér. Ég hef ekkert yfirleitt á réttara að standa en hver annar. En mér finnst nauðsynlegt að nota þetta tjáningarfrelsi sem við höfum. Annars er hættan á því að verði með það eins og neitunarvald forsetans. Ef ekki notað verður það að einhverri teoríu. Iikt og einhveijir menn voru famir að efast um rétt forsetans til að neita lögum staðfest- ingar. Þetta dásamlega frelsi sem við höfum verður að gilda á fleiri stöð- um en í viðskiptum. Líka í andlegum viðskiptum. Ekki eru það bara pen- ingamir sem eiga að vera frjálsir. Fólkið á að vera frjálst líka.“ Þegar hér er komið sögu hamast blaðamaður á lyklaborðinu til að ná niður hinum vísu orðum og þá hrekkur upp úr Þránni: „Heyrðu, hvert ertu kominn með mig? Þetta er farið að minna á samtal tveggja þýskra heimspekinga á nítjándu öld.“ Þá er kannski rétt að hægja aðeins á ferðinni. Oliaarkar á íslandi hg Dauðans óvissa tíma þakkar höfundur hinum ýmsu lögreglu- mönnum aðstoð við gerð bókarinn- ar. Og það fer ekkert á milli mála að mikil vinna hefur verið lögð í hana. „Ég vinn þetta af eins miklum heiðarleika og samviskusemi og mér er frekast unnt. Ég skulda lesandan- um, þeim sem kaupir bók eftir mig, það að ég hafi í það minnsta gert mitt besta svo hann fái í hendurnar Á næstunni kemur út bók sem á eftir að vekja mikla athygli. Hún heitir Dauðans óvissi tími og er eftir Þráin Bertelsson. Hún er þad sem heitir lykilróman. í bókinni eru persónur sem augljóslega eru byggðar á Björgólfi Guðmundssyni og ferli hans og Kára Stefáns- syni auk þess sem Davið Oddsson, Björn Bjarnason og Ólafur Ragnar Grímsson og fleiri „koma við sögu". Sú mynd sem dregin er upp afþessum mönnum og þeim umbrotatímum sem Þráinn lýsir er ekki hugguleg. Höfundurinn kallar eftir umræðu með bók- inni þótt hann geri sér Ijóst að hér ríki skoðanakúgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.