Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Page 47
DV HelgarblaO LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 47 Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Elísabet Jökulsdóttir fær fyrsta Steininn Ritlistarhópur Kópavogs ákvað i tilefni aftiu ára afmæli hópsins og yfirvofandi hálfrar aldar afmæli Kópavogs á komandi vori að heiðra rithöfund með nýjum bókmenntaverðlaunum, STEININUM. Verð- launin verða héðan í frá veitt árlega. verðlaunin bera nafn Steins Steinarrs, eins for- göngumanna formbyltingar i Ijóðheimi þjóðarinnar og eins ástsælasta skálds hennar. Steinn bjó að vísu aldrei i Kópavoginum en ævikvöldi sinu eyddi hann í sunnanverðri Öskjuhlíð og sá Kópavoginn risa. Hópurinn var samdóma að heiðra Elisabetu Krist- ínu Jökulsdóttur fyrir starfá akri Ijóðs og lista, en einnig fyrir framgöngu hennar og trú á orðinu og veitti Elisabet verðlaunagripnum viðtöku í gær við hátíðlega athöfn i hinu glæsilega Gerðarsafni. Það var Kristján Hreinsmögur sem afhenti Elísa- betu verðlaunagripinn og verðlaunafé. Birgir Svan Símonarson hélt stutta tölu skáldkonunni til heið- urs og sagði meðal annars:„Elísabet Jökulsdóttir er firnagóður höfundur, það er engum efa blandið að hún hefur gott vald á tækni Ijóðs og sagna, að mál hennar er kjarnyrt og gáfur hennar skarpar. Eitt af höfundareinkennum Elísabetar er hin óbilgjarna krafa um heiðarleika í verkum hennar. Elísabet er ótrúlega einbeitt og einörð og oft tekst henni að tala beint úr djúpi sálarinnar er hún fremur galdur sinn." Elísabet hefur um langa hrið unnið í textagerð af ýmsu tagi: leikrit, smásögur, örsögur og Ijóð. Hún hefur jafnan gefið bækur sinar út sjálfog staðið í sölu þeirra. Þá er hún kunn afopinskárri afstöðu til margar brýnna samfélagsmála. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur starfsemi sína um miðjan mánuðinn með „lítilli“ hátíð sem verður helguð íslenskum kvikmyndagerðarmönnum sem starfa erlendis. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir dagskrá í Regnboganum, Háskólabíói og Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi, dagana 17. - 24. nóvember. Dagskráin verður helguð rödd íslendinga í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Sýndar verða sextán kvikmyndir, fyrirlestrar verða haldnir um einstök málefni, um- ræður og málþing. Meðal mynda á dagskránni er nýjasta kvikmynd Vestur-íslendings- ins Guy Maddins, The Saddest Music in the World, með Isabellu Rosselini í aðalhlutverki og úrval nýlegra mynda eftir íslensk-kanadíska leikstjórann Sturlu Gunnarsson: Such a Long Jo- umey, Rare Birds og heimildarmynd- in Gerrie and Louise. Berlín og Bergur Ný kvikmynd Maríu Sólrúnar Sig- urðardóttur, Jargo, sem fjallar um tvo unglingspilta í Berlín er einnig á dag- skránni. María er h'tið þekkt hér á landi en hefur starfað í Berlín um ára- bil. Jargo hefur vakið athygli í Evrópu, var tilnefnd til norsku Amanda verð- launanna, og vann til tveggja verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Sara- jevo. Á hátíðinni verður frumsýnd glæ- ný heimildarmynd um Guðberg Bergsson rithöfund eftir Helgu Brekk- an sem býr og starfar í Svíþjóð. Mynd- in nefnist Rithöfundur með mynda- vél en um er að ræða „óformlega ævi- sögu" skáldsins, en þar er notast við kvikmyndað efni sem Guðbergur tók sjálfur upp á Super-8 kvikmynda- tökuvél yflr þrjátíu ára tímabil. Ný heimildarmynd eftir Ólaf Sveinsson, sem vakti þjóðarathygii fyrir mynd sína um Hlemm, Schraage Zeit, verður frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni og fjallar um kima og hrær- ingar í Berlín á m'unda áratugnum. Þá er þýska kvikmyndin Baunir kl. hálf sex, sem Hilmir Snær Guðnason leik- ur í, á dagskránni. Höfðaborg og Palestína Undir stjömuhimni nefnist ný heimildarmynd eftir Helga Felixson og Titti Johnson en Helgi hefur starf- að lengi við kvikmyndagerð í Svíþjóð. Fylgst er með suður-afrískri stúlku, Friedu, sem er var eitt sinn popp- stjama en býr nú á götunni í FJöfða- borg og glímir við hart götulífið. Hin skarpa útttekt Sólveigar Anspach á stóra málverkarfölsunar- máflnu er á dagskránni og Alive in' Limbo, mynd Hrafnhildar Gunnars- dóttur, Tinu Naccache og Ericu Mar- cus um vonir og drauma ungmenna í flóttamannabúðum í Líbanon. Ný gamansöm kvikmynd Gunnars Brilljant! Það var hálfur salur á Ustinni að deyja i fyrrakvöld. Synd, áhorfendur Kristjáns Ingi- marssonar og Paolo Nanl voru ekki sviknir. Sýning þeirra varyndisleg, hræðilega fynd- in og frábær i alla staði. Restin afþjóðinni missti því afdásamlegri óheftri og stund- um stjórnlausri gleðistund / Þjóöleikhúsinu. Sýningin var áhrifamikil áminning umað spaug er ekkert djók, gamansemi með slappstikk og trúðslátum er ekki fyrir byrj- endur. Hér voru öll viðbrögð og svipbrigði nákvæmnisverk, en virtust öll nýsprottinn. Sýningin varstillt við hljóðrás, en ekkert sagt nema já á stöku stað og atburðrás öll fínlegt klukkuverk þarsem allt var stillt i eina órjúfanlega heild. Manni varö ósjálfrátt hugsað til gamansemi á Islensk- um sviðum sem er oftast laus i rásinni, groddaleg og stjórnlitil. Tveir leikarar fara með skopatriöi um hermennsku, klæöa sig úr búningum, fá sér að borða, undirbúa dansatriði og flytja það, það slettist uppá vinskapinn, annar fær bréfog er tilkynnt hannhafi tvo slæma bletti í iunga, þriðja atriðið er flutt, ennúer gamanið úr leikn- um, þegar fyrsta atriðið er flutt öðru sinni leysist það upp, gamaniö er úti. Einfalt var það en samt fullt afhlýju, sprelli, átökum og alvöru. Þá er bara að hitta á óskastund og þeir félagar komi aftur með þessa sýningu eða aðrar sem þeir standa að, saman eða sitt I hvoru lagi. Veri þeir ávallt velkomnir og komi þeir aftur skaltu, lesandi góður, ekki missa afþeim fyrir nokkurn mun. Páll Baldvin Baldvinsson Bjöms Guðmundssonar verður sýnd og lýsir hún „listrænni" siðblindu Frikka Frikk og kvikmyndagerðar- mannsins dularfulla sem eltir hann á röndum. Þá verða sýndar tvær nýjar mynd- ir frá Balkanskaganum, Mila from Mars frá Búlgaríu og Beneath Her Window frá Slóvemu, heimildar- myndin Control Room og danska bamamyndin Auga Óðins, þar sem María Mac Dalland tvinnar saman tónlist, myndlist, dansi og sagnalist. Stjórnherbergið Efnt verður til pallborðsumræðna um heimildarmyndina Control Room sem hefur vakið athygli að undan- fömu en hún tekur á fjölmiðlaum- fjöllun um íraksstríðið, og varpar ljósi á ólíkar áherslur vestrænna, einkum bandarískra, fjölmiðla og arabísku fréttastöðvarinnar A1 Jazeera. Þátttak- endur í umræðum um myndina verða blaðamennimir Karl Blöndal, Brynhildur Ólafsdóttir, Sigríður Víðis Jónsdóttir sem heimsóttí Al-Jazeera fréttastofúna í Katar, Jóhanna Krist- jónsdóttir, Davíð Logi Sigurðsson og Hjálmar Sveinsson sem stýrir jafn- framt umræðum. Dagskrá helguð bömum og kvikmyndum verður í Listasafni Reykjavflörr og opið mál- þing um kvikmyndahátíðir, kvik- myndamenningu, og rödd íslands í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er að hefja sitt fyrsta starfs- ár, og nýtur til þess stuðnings rflcis,' borgar og fleiri styrktaraðila. Fyrsta stóra hátíðardagskráin verður haldin snemma hausts árið 2005, en með dagskránni í nóvember 2004 verður leitast við að kynna framtíðarmark- mið hátíðarinnar og skapa umræðu um kvikmyndamenningu og íslenska kvikmyndagerð í víðu samhengi. Söngleikur eítir Keith Strchan, Leshe Stewart og Jeremy Paul, byggður á sögu H.C. Andersen Sýning á laugardag kl. 14.00 og sunnudag kl. 13.00 í íslensku Óperunni. Miðapantanir í síma: 511 4200 Tilboð þessa helgi Þeir sem að kaupa fjóra miða eða fleiri fá að gjöf bókina um litlu stúlkuna með eldspýturnar. Takmarkaður sýningafjöldi m ----------------- w DomusUox „Kjörin fjölskyldusýning“ Jónas Sen gagnrýnandi hjá MorgunblaÍinu ,úkðalhlutverkið er í höndum Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur og óhætt er að segja að hún vinnur hug og hjarta manns frá fyrstu mínútu. Stúlkan syngur eins og engill og er ófeimin við að gefa af sér. Það er sjaldgæft að sjá og heyra svona unga og óreynda leikkonu leika og syngja af jafn mikilli tilfinningu." Valgeir Skagfjörð hjá Iréttabláðinu ISLENSKA OPERAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.