Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Page 32
laga á Akureyri. Þar er ull hvers bónda, sem sendir
ull sína sérmerkta, tekin til mats fyrir sig.
Fyrst er áætlað, hve mikið ullin muni léttast við
þvott, en að því búnu er ullin flokkuð eftir gæðum.
Sú flokkun er byggð á eðliseiginleikum ullarinnar,
en einnig á því, hvernig ullin er með farin.
Þannig fer engin ull i I. flokk, nema hún sé vel
hvít, því nær alveg laus við rauðgular illhærur, gróf-
an filding og gróft og gult tog. í I. flokk fer engin
ull, sem er flókin, þvi að flóknu ullina þarf að tæta,
áður en hægt er að nota hana, en við tætinguna
styttist i ullinni, og einnig kemur fyrir, að flóka-
berðin greiðast ekki sundur, heldur tætast niður í
harða smásnepla. Tætt flókaull er líka alltaf blæ-
ljótari en ótætt ull.
Öll önnur hvít ull, sem er óskemmd, fer i II. flokk.
í III. flokk fer svo klepraull og ull af jöðrum reyf-
anna, ef hún er stækjugul. Ill.-flokks ullin er gulleit
á blæinn, en í henni á ekki að vera ull, sem er veru-
lega hlandbrunnin.
í IV. flokk fer ull af flekkóttu fé og allavega mis-
lit ull, sem ekki er hreinlit, en óskemmd.
Skemmd ull fer í V. flokk, og þangað lendir hland-
brunnin ull, fúin og hitabrunnin ull, tvireyfingar
og hörð flókaberði og ormalyfslituð ull.
Síðan er sinn flokkurinn fyrir hverja tegund af
mislitri ull, svarta, gráa og mórauða, og í þessa flokka
eru aðeins teknir hreinir litir og aðeins óskemmd
ull.
Verðið til bóndans fyrir innlagða ull er siðan
reiknað út eftir því, hversu mikið ull hans er talin
innihalda af óhreinindum og eftir þvi í hvaða flokka
hún lendir. Sá bóndi, sem leggur inn hreina, vel með
farna og eðlisgóða ull, fær hátt verð á innlagt kg
af ull, en bóndi, sem leggur inn illa með farna, eðlis-
slæma og mjög óhreina ull, fær þeim mun lægra verð
á kg af óhreinni ull.
(30)