Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1964, Side 36
lenzki ullar- og gæruiðnaðurinn að mínum dómi að
gangast fyrir þvi, að fram fari ítarlegar rannsóknir
á því, hve miklu verðmætari alhvít ull og alhvítar
gærur eru til iðnaðar en ull og gærur með miklu af
rauðgulum illhærum.
Það eru nú tvö ár síðan fyrst var hafizt handa
um skipulegar rannsóknir á þvi, hversu auðvelt myndi
vera að rækta upp fé með alhvita ull og alhvítar
gærur. Þessar tilraunir eru framkvæmdar á skóla-
búinu á Hólum í Hjaltadal.
Tvö ár er ekki langur tími, þegar um er að ræða
tilraunir á sviði kynbóta, en þó hefur verið hægt að
sýna fram á það á þessum tveimur árum, að hægt er
að fjölga hvitum lömbum verulega og fækka gulum
lömbum með þvi einu að velja alhvita hrúta til ásetn-
ings. Nú eru sumir bændur hræddir um, að hvíta féð
kunni að reynast eitthvað verr til afurða en gula féð.
Enn sem komið er, hefur ekkert komið í ljós, sem
styður þá skoðun, en það er líka svo skammt um
liðið, siðan tilraunirnar hófust, að ekki er hægt að
búast við svari við þessari spurningu ennþá.
Þetta verður að nægja sem dæmi um það, hvað
hægt er að gera og þarf að gera til að bæta hráefnið,
sem iðnaðurinn fær til afnota. En það er fleira hægt
að gera en að bæta hráefnið. Iðnaðurinn getur tekið
upp nýjar og breyttar aðferðir við að vinna úr því
hráefni, sem hann fær til vinnslu. Það er reyndar
tæpast á mínu færi að koma með tillögur um það,
hvernig iðnaðurinn eigi að vinna úr þessum hráefn-
um, sem hér eru til umræðu.
En það er freistandi að minnast á fáein atriði, sem
virðast geta átt framtið fyrir sér. Þar er í fyrsta
lagi framleiðsla á haustull af lömbum. Þetta er ullar-
tegund, sem lítið er þekkt hér, og ekki að öllu leyti
að góðu. Hún þykir snörp og óþjál í vinnslu, og
henni hættir til að hlaupa og þófna meira en vorull-
En liún er framúrskarandi hvít, ef hún er ekki meng-
(34)